Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 28
28 | MORGUNBLAÐIÐ Gefðu öðruvísi fermingargjafir Stórhöfða 25 • 569 3100 eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 -16 Handsnyrtisett • 12 mismunandi hausar • Naglalakksþurrkari HandaSpa • Handsnyrting • 12 mismunandi hausar • Vatnsbað • Naglalakksþurrkari Stækkunarspegill • Með ljósi • Fimmföld stækkun Sunrise vekjaraklukka Kveikir smátt og smátt á náttborðs- lampanum. Útvarp og náttúruhljóð. Varpar klukkunni í loftið A ð fermingarbörn klæðist kyrtli á deginum stóra byggir á tæplega sextíu ára hefð hér á landi. For- sagan er sú að 1954 sendu prestar Akureyrarkirkju frá sér orðsendingu þar sem fram kom að nota skyldi sérstaka búninga fyrir fermingarbörnin það vorið. Róta þessa er þó lengra að leita. Séra Friðrik J. Rafnar, sem lengi var sóknarprestur á Akureyri, hafði sjálfur árið 1906 séð börn í ferming- arkyrtlum í Edinborg í Skotlandi og líkað vel. Sagði hann notkun á ferm- ingarkyrtlum hafa þríþætt ágæti. Í fyrsta lagi gerði það fermingar- athöfnina hátíðlegri að börnin séu klædd hvítum skikkjum, í annan stað sæi þá enginn efnalegan mis- mun þeirra og í þriðja lagi yrði þetta til að draga úr kostnaði for- eldra við fermingu barna sinna og kæmi í veg fyrir að fermingar- athöfnin yrði nokkurs konar tísku- sýning. Fyrstur, að því er talið er, til þess að bera upp hugmyndina um ferm- ingarkyrtla er sr. Jón M. Guð- jónsson, þá sóknarprestur á Akra- nesi. Hugmyndin er þó líklega komin frá Noregi og í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju var um 1950 nefnt að dómkirkjan í Ósló hefði verið fyrst til þess að nota ferming- arkyrtla og að Sandvíkurkirkja í Bergen hefði fylgt í kjölfarið. Nú færi þessi siður eins og eldur í sinu um allan Noreg og reikna mætti með að fljótlega myndu allar kirkjur þar í landi nota fermingarkyrtla. Og svo fór, að því er fram kemur á vefsetrinu kirkjan.is, að Íslend- ingar helguðu sér sið þennan. Vorið 1954 fermdust fyrstu íslensku börn- in í fermingarkyrtlum í Akureyr- arkirkju og í Lögmannshlíðarkirkju í Kræklingahlíð skammt utan við Akureyri. Hvítur hreinleiki Hönnun fermingarkyrtilsins er ekki tilviljun. Hann er hvítur sem merkir hreinleikann. Er síður niður á hæla og á þannig að minna á skírnarkjólinn. Með því er kyrtillinn tilvísun í skírnina og felur í sér að fermingin grundvallist á skírninni. Að börnin fermist um fjórtán ára aldurinn er ekki tilviljun heldur. Fermingin er gömul kirkjuleg at- höfn sem var framkvæmd af bisk- upum fyrir siðbreytinguna á 16. öld. Latneskt heiti hennar er confirma- tio, og merkir staðfestingu skírn- arinnar sem Jesús Kristur stofnaði til eða aðild að samfélagi heilagra. Er þannig gagnkvæm staðfesting kirkju og barns á skírninni, yfirlýs- ing um áður gerðan sáttmála um að einstaklingurinn sé guðsbarn sem lifi í náð og fyrirgefningu og hún er gerð á þeim tímamótum þar sem einstaklingur hættir að vera barn og býr sig undir að verða fullorðinn. Þá kemur yfirlýsingin fram þegar barnið hefur eflst vitsmunalega og sjálfstæði þess og hugsun hefur náð nýju þrepi. Líkaminn hefur breyst og kynþroskinn á sér stað, þannig að segja má að ný kynslóð hafi kom- ið fram. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Kyrtlarnir hvítu og Guðsbörnin í náðinni Fermingarkyrtla eiga langri hefð. Hvítar skikkjur hreinleikans daga úr mismunun. Sjálfstæði og þroski Mátun Kyrtlarnir mátaðir fyrir fermingarathöfn í Bústaðakirkju í Reykjavík vorið 1989. Tískan breytist en hvíta skikkjan er alltaf eins. Hátíð Fermingardagurinn er gleðistund barns og fjöl- skyldu - og kyrtlarnir setja sterkan svip á athöfn dags- ins. Frá fermingu í Grafar- vogskirkju í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.