Morgunblaðið - 04.03.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.03.2011, Qupperneq 33
Þegar komið er á 14. ár fer námið smám saman að þyngjast. Samræmd próf eru á næsta leiti, svo framhalds- skóli og væntanlega háskólanám enn síðar. Hvernig væri að gefa gjöf sem skap- ar forskot í náminu og endist alla ævi ef rétt er staðið að? Ekki er nóg með að námslesturinn léttist heldur kemst fermingarbarnið vonandi á bragðið og fer að gleypa í sig fagurbókmennt- irnar líka. Hraðlestrarnámskeið eru kennd víða um land. Börn á fermingaraldri eru alls ekki of ung til að taka þátt og hægt að finna fjölda umsagna fólks sem hefur snaraukið hjá sér lestrar- hraðann eftir að hafa lært tæknina. Sennilega er leitun að betra vega- nesti út í lífið en að geta lesið texta leifturhratt með góðum skilningi og hægt að ýta fermingarbarninu í rétta átt með því að lauma gjafabréfi inn á milli sálmabókanna og svefnpokanna sem krakkinn fær í gjöf. ai@mbl.is Áhugaverðar fermingargjafir Gjöf sem gefur forskot í lífinu Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐIÐ | 33 Fermingargjafir sem fylgja þér alla ævi Eitt helsta trúarrit Íslendinga í gullfallegri útgáfu Hér eru túlkaðir í máli og myndum valdir biblíutextar sem búa yfir visku, styrk og hvatningu – gott veganesti fyrir lífið. Ómissandi handbók fyrir alla byrjendur í eldamennsku og heimilishaldi Hér er rýnt í landslag, liti og víðáttur fjallanna. Bók fyrir náttúruunnendur. salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Salka / M EL Flottur Eames-hægindastóllinn. Maurinn Eftir Arne Jacobsen. Eggið Eftir Arne Jacobsen. Um miðja síðustu öld fór að tíðkast að gefa ferming- arbörnum húsgögn. Tímarnir hafa breyst örlítið og flest eiga börn og unglingar í dag ágætlega prýtt svefnherbergi með hirslum, vinnuaðstöðu og sæmilegu rúmi. Fermingardagurinn getur samt verið tæki- færi til að gefa húsgagn sem virkilega endist og gagnast fermingarbarninu lengi, lengi. Það er jafnvel óvitlaust að fá nokkra aðra ættingja til að leggja í púkk enda felst oft töluverð fjárfesting í vönduðustu húsgögnunum. Það þarf líka að vanda valið af mikilli kostgæfni. Sí- gild húsgögn á borð við voldugan hægindastól úr leðri eða antík-mublu eldast vel og eiga að geta passað með hvers konar innbúi. Önnur lausn er að velja klassíska nútímahönnun og koma þar mörg húsgögn upp í hugann. Barcelona-stóll eftir Mies van der Rohe, Eggið eftir Arne Jacobsen, Eames-hægindastóllinn eftir þá Charles og Ray Eames eða Pratfall-stóllinn hans Philippe Starck eru dæmi um húsgögn sem munu án vafa þykja jafnfalleg eftir nokkra áratugi og þau þykja í dag. ai@mbl.is Huggulegt húsgagn Áhugaverðar fermingargjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.