Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 40

Morgunblaðið - 04.03.2011, Síða 40
40 | MORGUNBLAÐIÐ S álmar skipa ekki jafn stóran sess í fermingarfræðslu og áður var. Sú var tíðin að fermingarbörn hvers vors lærðu tugi sálma yfir veturinn sem þótti sjálfsagt mál. Nú eru hins vegar breyttir tímar. „Við skiptum þessu milli höf- uðskáldanna tveggja. Krakk- arnir læra Ó faðir gjör mér lítið ljós eftir Matthías Jochumsson og Son Guðs ertu með sanni sem er sálmur Hallgríms Pét- urssonar. Þetta eru ámóta margir sálmar og gerist í ferm- ingarfræðslu í öðrum kirkjum landsins. Utanbókarlærdómur er hvarvetna mjög á undanhaldi – bæði í skólum og kirkjustarfi. Þeim mun meira er lagt upp úr hverskonar upplifun og svo al- mennri fræðslu. Hins vegar eru ekki nema tvær kynslóðir eða svo frá því að öll börn lærðu Helga- kver sem um aldir var trúar- legur bakgrunnur þjóðarinnar,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur í Keflavík- urkirkju. Listamenn og leiðtogi lífsins Utan sálma er á mörgu tæpt í ferming- arfræðslunni. Auk almennra samræðna um líf- ið og tilveruna læra börnin trúarjáninguna, tvöfalda kærleiksboðorðið, Litlu biblíuna og sittlítið fleira. „Vilji fólk eignast Jesú Krist að leiðtoga lífs- ins þarf svo margt fleira en að geta þulið sálm- ana þótt góðir séu,“ segir Skúli sem bætir við að enn sé þó vinsælt að gefa fermingarbörnum sálma- bók að gjöf. Fái stelpurnar fái hvíta bók en strákarnir svarta, hvað sem svo ráði þeirri lita- hefð. „Krakkarnir eru ótrúlega fljót að ná því námsefni sem við prestarnir setjum þeim fyrir í fermingarfræðslu. Með endur- tekningu og upprifjun er þetta fljótt að koma,“ segir sr. Skúli Sigurður sem bætir við að sam- vera, til dæmis kvöldfundir og ferð í sumarbúðir þjóðkirkj- unnar, sé í dag sjálfsagður hluti af fermingarfræðslunni. Þá hafi fermingarbörn í Keflavík einnig fengið listamenn í heimsókn og hafi afrakstur þess starfs meðal annars verið á spunaverki sem fært var á svið á Ljósanótt – bæjarhátíð Reyk- nesinga. sbs@mbl.is Læra sálma höfuðskáldanna tveggja Nám Krakkarnir fljót að ná efninu sem við setjum fyrir, segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Sálmabók Stelpur fá hvíta bók en strákarnir svarta, en sú er að minnsta kosti hefðin. Matthías og Hallgrímur eru skáld fermingarfræðslunnar. Upplifun trúar í öndvegi. Sálmabókin er vinsæl fermingargjöf. Skarthúsið Laugavegi 44, sími 562 24 66 Flottir Fylgihlutir fyrir ferminguna Mikið úrval af fermingagjöfum - Úr, seðlaveski og fleiri fylgihlutir • Hárskraut • Hanskar • Krossar • Eyrnalokkar • Armbönd o.fl. Erum á facebook Ó, faðir gjör mig lítið ljós Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag Matthías Jochumsson Son Guðs ertumeð sanni Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesús minn, son Guðs, syndugum manni sonar arf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. Hallgrímur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.