Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 51

Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ | 51 Jói Fel er þekktur fyrir einstakar og glæsilegar fermingarveislur. Þú getur látið veisluþjónustuna hjá Jóa Fel koma með hugmyndir að samsetningu á veisluföngum fyrir þig, sem hentar þér og þínum. Fermingartertur að hætti Jóa Fel 15% afsláttur af kransaturnum og fermingarbókum Fermingarbók Kransakökur Ítalskar snittur Ú tivistarvörur standa allt- af fyrir sínu sem fermingargjafir. Strax eftir efnahagshrunið fundum við gríðarlega aukningu. Áður höfðu til dæmis tölv- ur og ýmis dýrari búnaður verið vin- sæl til fermingargjafa en strax á árinu 2009 komu tjöld, svefnpokar, bakpokar og fleira slíkt mjög sterkt inn aftur,“ segir Guðmundur Gunn- laugsson, kaupmaður í Íslensku Ölp- unum við Faxafen í Reykjavík. Hluti af lífsstíl Guðmundur hefur lengi starfað í útivistarverslunum. Hann minnist þeirra tíma þegar vorið var anna- mesti tími ársins, enda var búnaður til ferðalaga það vinsælasta til ferm- ingargjafa. „Svo breyttist það þegar tækni- veröldin tók völdin um tíma og efna- hagur fólks stórbreyttist tímabund- ið. Áhugi landans á ferðalögum minnkaði þó ekkert en nú er útivist mikið stærri hluti af lífsstíl meg- inþorra þjóðarinnar. Þar eru ung- lingarnir engin undantekning.“ Góður svefnpoki eða bakpoki dug- ar fermingarbarninu lengi og sama má segja um tjaldið. Þá er útivist- arfatnaður eins og t.d. flíspeysur, gönguskór og fleira slíkt eitthvað sem kemur sér alltaf vel að eiga. Vilja í tjaldið „Stundum koma ættingjar ferm- ingarbarnsins hér saman og velja gjöf, slá gjarnan í púkk og velja eitt- hvað eigulegt. Fyrir krakkana geta góðar útivistarvörur nýst af- skaplega vel. Þegar fjölskyldan fer saman í útilegu finnst krökkunum gaman að vera í tjaldi meðan aðrir eru kannski í sum- arbústað. Vera þar út af fyrir sig og geta þá gjarnan búið um sig með vinum sínum sem fara með í ferða- lagið,“ segir Guð- mundur. Hann bætir svo við að margir velji ferm- ingarbörnunum veg- legri búnað sem þá dugi í lengri og erf- iðari ferðir – til dæm- is um Laugaveginn og á Hornstrandir sem hafa verið ein- hver vinsælustu úti- vistarsvæði landsins mörg undanfarin ár. sbs@mbl.is Kaupmaður Guðmundur Gunnlaugsson í Íslensku ölpunum segir útvistarvörur vinsælar fermingargjafir. Morgunblaðið/Golli Burður Í löngum og ströngum gönguferðum er gott að vera með bakpoka. Skjól Svefnpoki er þarfaþing í öllum ferða- lögum þar sem leggjast á til hvílu. Góðar útivistar- vörur nýtast vel Svefnpokar eru virkilega góðar fermingargjafir. Einnig skór og bakpokar. Vakning fyrir fjallaferðum og ferming- arbörnin fara með. Vilja sjálf gjarnan vera í eigin tjaldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.