Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 53

Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 53
Sérhæfð áhöld er svo gott að hafa til að vinna skraut úr massanum. Krist- ín nefnir t.d. kökukefli í yfirstærð og alls kyns spaða og tól til að móta skraut og krúsidúllur, en í versl- uninni má einnig finna mikið úrval af skrautsykri, sykurperlum og köku- glimmeri. Kökuæði breiðist út Sykurmassaskreyttar kökur hafa verið lítið áberandi hér á landi þar til á allra síðustu árum. Kristín segir hins vegar mikla hefð fyrir slíkum kökum úti í heimi og alveg sér- staklega vestanhafs. „Það getur ver- ið mjög einfalt að gera svona kökur, en síðan er hægt að fara alla leið og verja heilu dögunum í að skreyta eina köku,“ segir hún og bætir við að stundum verði skrautið svo fínt að erfiðlega gangi að finna einhvern sem treystir sér til að skera fyrstu sneiðina. Að skreyta köku með sykurmassa er smitandi áhugamál og Kristín nefnir hvernig fjölskyldur og vinir sameinist oft yfir bakstrinum. „Þeir sem á annað borð byrja virðast ekki geta hætt,“ segir hún. Til er að verða allgott samfélag kökuskreyt- inga-áhugamanna í kring- um verslunina og sést það m.a. á þeim fjölda aðsendra mynda sem berast versluninni gegnum Facebook. Og þegar mynd- irnar fara að berast stigmagnast auð- vitað metnaður- inn. „Þegar fólk sér hvað aðrir eru að gera langar það oft að leggja enn harðar að sér og slá hinum við í kökuskreyt- ingunum.“ ai@mbl.is Allir vilja læra að skreyta Haldin eru námskeið í sykurmassagerð og sykurmassaskreytingum hjá Allt í köku. Haldin eru tvö til þrjú námskeið í viku, hvert tekur eina kvöldstund, og vinsældirnar eru slíkar að upppantað er á námskeiðin fram í lok mars. Krist- ín segir námskeiðin fara þannig fram að bökuð kaka er fullskreytt, sett á hana krem, búinn til sykurmassi og skreytt. „Annars vegar er um að ræða byrjendanámskeið til að læra grunnhandtökin við að gera sykurmassann og skreyta. Svo höfum við sérhæft skreytinganámskeið fyrir þá sem vilja verða enn flinkari, eða kjósa frekar að nota tilbúinn sykurmassa en að búa til sinn eigin.“ Skráning er í búðinni á Suðurlandsbraut og í gegnum vefverslunina á slóðinni alltikoku.is. Mörg verkalýðsfélög taka þátt í námskeiðskostn- aðinum og hópum er veittur afsláttur. MORGUNBLAÐIÐ | 53 Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17 Þórshamar, miðstærð 8.250 kr. Vettlingar, stelpu 4.900-6.900 kr. Vettlingar, stráka 6.500 kr. Fermingarkort 395 kr. Pepp-púði 8.900 kr. Fuzzý 49.500 kr. Safnbúð Þjóðminjasafnsins Fallegar fermingargjafir Hlutavelta tímans 6.990 kr. Krummi, margir litir 4.500 kr. Silfurhringar (Afsteypur af safngripum) 5.500 kr. Skartgripatré 6.950 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.