Morgunblaðið - 04.03.2011, Side 59

Morgunblaðið - 04.03.2011, Side 59
Terta Ísterturnar góðu eru myndskreyttar með ýmsu móti, bæði eftir tilefni dagsins og áhugamálum hvers fermingarbarns. Kjörís Vinsælt, segir Guðrún Hafsteinsdóttir. F ermingarterturnar okkar hafa slegið í gegn og vin- sældirnar vaxa frá ári til árs,“ segir Guðrún Haf- steinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss í Hveragerði. Framleiðslan þar á bæ er afar fjölbreytt og fyrir nokkrum árum voru settar á mark- að sérstakar fermingartertur úr ís sem skreyttar eru eftir höfði hvers og eins. Velja má á milli terta með fjórum bragðtegundum, þ.e. með vanillu-, súkkulaði-, jarðarberja- og konfekt- ís sem er gamaldags rjómaís með súkkulaðibitum og marengs. Guð- rún segir greinilegt að margir muni bjóða upp á ísterturnar góðu í fermingarveislum þessa vors. „Fólk var byrjað að hringja hing- að í nóvember með pantanir. Allur er varinn góður, fresturinn þarf í öllu falli að vera tvær vikur, svo við getum skreytt terturnar eins og óskir fólks standa til hverju sinni,“ segir Guðrún. Sjálfsagt þykir til dæmis að nafn fermingabarnsins sé á tertunni og einnig táknmyndir sem á einhvern hátt vísa til áhugamála viðkomandi. Vinsælt er til dæmis að á tertunni sé merki þess íþróttafélags sem fermingarbarnið fylgir – eða eitt- hvað í þeim dúr. Hugmyndin fæddist innanhúss „Eins og svo oft í okkar starf- semi kom hugmyndin að ferming- artertunum einfaldlega hér innan- húss. Við gerðum tilraunir og fengum starfsfólkið til að kynna af- urðina í sínum ranni. Þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Guðrún og bætir við að terturnar góðu hafi verið vinsælar við ýmis önnur til- efni og merkisdaga á mannsævinni, svo sem skírnir, giftingar og jafnvel erfidrykkjur. sbs@mbl.is Framleiðsla Handtökin eru mörg en hjá Kjörís er valið fólk í hverju rúmi. Byrja að panta ístertur á ferm- ingarborðið strax í nóvember Veisluborðið þarf að vera fjölbreytt. Sitthvað býðst hjá Kjörís svo sem ístertur sem bjóðast með ferns konar bragði. Gera jafnan mjög góða lukku. MORGUNBLAÐIÐ | 59 -mikið úrval SKÓR Sérverslun með FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 no.1 no.3 no.5 no.4 no.6 no.2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.