Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 60

Morgunblaðið - 04.03.2011, Page 60
60 | MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg 12 og Smiðjuvegi 5, Kópavogi Litirogfondur.is Fyrir ferminguna Leynist listamaður í þinni fjölskyldu? Höfum mikið úrval af myndlistarvörum við allra hæfi. Glæsilegt úrval af sérhönnuðum handskreyttum fermingarkertum, serviettum, fermingarstyttum og skreytingarefni. M b l1 26 08 70 f i i r l f li t r r i llr fi Litlar, ósætar múffur eru til- valdar á hlaðborð og það er hægt að bragðbæta þær á ýms- an hátt, með osti, kryddjurtum, smátt skornu kjöti og grænmeti og ýmsu öðru. Grunndeig 300 g hveiti 2 tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 2 egg 250 ml mjólk 1 tsk. salt Osta- og vorlauksmúffur: 75-100 g rifinn ostur, t.d. cheddar 2 vorlaukar, saxaðir smátt nýmalaður pipar Hangikjötsmúffur: 75 g hangikjöt, saxað smátt 75 g ferskur mozzarella eða annar ostur, rifinn eða skorinn í litla bita 2 tsk. ferskt timjan eða ½ tsk. þurrkað nýmalaður pipar Hitaðu ofninn í 200°C. Hrærðu saman hveiti, lyftiduft, eggjum, mjólk og salt. Blandaðu hinu saman við með sleikju. Settu deigið í lítil múffuform, það ætti að nægja í 30-40 form eftir stærð. Bakaðu múffurnar í miðjum ofni í 12-15 mínútur, eða þar til þær hafa lyft sér vel og eru gullinbrúnar. Bragðbættar múffur Útbúa má holla og skemmti- lega smárétti með því að hola gúrkubita að innan með kúlu- járni (melónujárni) eða bara teskeið og fylla þá. Hægt er að nota alls konar fyllingar og blanda saman smátt skornu grænmeti, kjöti eða fiski, osti og ýmsum sósum og kryddjurtum. Gúrkubollar með grænmetisfyllingu 3 gúrkur, beinar 100 g tómatar, vel þroskaðir ½ paprika, gul eða appels- ínugul 50 g fetaostur 2-3 msk. grænt pestó, gjarnan heimalagað 2 msk. ólífuolía pipar salt steinselja Skerðu endana af gúrk- unum og skerðu þær síðan í 2-3 cm bita. Holaðu hvern bita að innan og reyndu að gera djúpan bolla án þess að gera gat í gegn. Ef það gerist samt sem áður geturðu skor- ið botninn neðan af kúlunni sem þú varst að stinga út og lagt hann aftur á sinn stað. Skerðu tómatana í litla bita og fræhreinsaðu paprikuna og skerðu hana í litla teninga. Myldu fetaostinn og bland- aðu honum saman við tóm- ata og papriku, ásamt pestói, ólífuolíu, pipar, salti og sax- aðri steinselju. Settu blönd- una í gúrkubollana. Gúrkubollar S máréttir eru að mörgu leyti sniðugur kostur fyrir stóra daginn. Þeir geta verið í aðalhlutverki á hlaðborðinu og er þá hægt að bjóða upp á ótrúlega fjölbreytni í bragði og framsetningu en þeir geta líka spilað minni rullu og þá gjarnan verið annað hvort „í stíl“ við aðal- réttina eða verið allt öðruvísi og skemmtilegt stílbrot. Marga smárétti má búa til fyr- irfram, sem sparar tíma, stress og fyrirhöfn á fermingardaginn. Litlar kjötbollur, salöt og pestó á snittur, pinnamat af ýmsum gerðum, brauð- bollur og fylltar tortillarúllur; allt þetta má gera fyrirfram og geyma í ísskáp. Möguleikarnir eru endalausir og uppskriftirnar á þessari síðu aðeins tillögur og innblástur. Þær eru birt- ar með góðfúslegu leyfi ástríðu- kokksins Nönnu Rögnvaldardóttur, sem gaf út bókina Smáréttir Nönnu á síðasta ári, og kokkalandsliðsins, en bók þeirra Einfalt með kokka- lansliðinu, kom út á vegum Sagna útgáfu fyrir jól. holmfridur@mbl.is Ljúffengur munnbiti Girnilegir, fjölbreyttir og mátulegir munnbitar; smáréttir eru upplagðir í fermingarveisluna. Ljósmyndari/Gísli Egill Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.