Saga - 2005, Side 5
F O R M Á L I R I T S T J Ó R A
Einar Arnórsson, fyrsti ritstjóri tímaritsins Sögu og þáverandi forseti Sögu-
félags, lét svo um mælt í fyrsta tölublaði þess fyrir 55 árum, að greinar þess
ættu að vera „á sæmilegu máli, áreitnis- og illlyndalausar, þótt þær gangi að
efni til gegn því, sem aðrir kunna að hafa skráð um sama efni.“ Enn fremur
séu þar „ritdómar um sögurit, enda séu þeir hófsamlega, sanngjarnlega og
rökvíslega skráðir.“ Með þessum orðum markaði Einar tímaritinu ritstjórn-
arstefnu sem enn er í fullu gildi. Stefnan endurspeglast einnig í nafni for-
vera Sögu, tímaritsins Blöndu sem Sögufélag gaf út frá 1918. Saga hefur
nefnilega leitast við að birta blöndu af fræðilegu efni sem höfðað getur til
sem flestra áhugasamra um söguleg efni.
Í þetta sinn eru birtar á síðum Sögu fjórar rannsóknarritgerðir. Í þeirri
fyrstu fjallar Unnur Birna Karlsdóttir um vananir eða ófrjósemisaðgerðir
hér á landi frá 1938 til 1975, sem lítið hafa verið rannsakaðar fram að þessu.
Hún ræðir um hugmyndafræðina á bak við aðgerðirnar og setur þær í vest-
rænt samhengi, jafnframt því sem hún sýnir fram á hvernig breyttur tíðar-
andi og nýir lífshættir kölluðu á breytingar á lögum og reglum um ófrjó-
semisaðgerðir. Í annarri ritgerðinni ræðir Sveinbjörn Rafnsson um Vatns-
dæla sögur og Kristni sögur og færir rök fyrir því að breytingar sem urðu
á textum þessara rita séu í samræmi við breytt viðhorf í íslensku samfélagi
á 13. og 14. öld. Í þriðju ritgerðinni fjallar Guðmundur Hálfdanarson um
sölu Skálholtsjarða undir lok 18. aldar, sem hann nefnir fyrsta uppboð á rík-
iseignum á Íslandi. Hann kannar hverjir keyptu jarðirnar og veltir fyrir sér
hvort salan hafi ýtt undir jarðasöfnun stórlandeigenda eða aukna sjálfs-
ábúð. Í þeirri síðustu, sem nefnist „Frá þrælahaldi til landeigendavalds,“
ræðir Sverrir Jakobsson um veigamiklar breytingar sem urðu á íslensku
miðaldasamfélagi á tímabilinu 1100–1400, svo sem endalok þrælahalds og
vaxandi leiguábúð.
Viðhorfsgreinar eru þrjár. Árni Daníel Júlíusson veltir fyrir sér stöðu
þjóðernisstefnunnar og þjóðernisrannsókna meðal fræðimanna og stjórn-
málamanna í samtímanum, en beinir orðum sínum einkum til þeirra sem
fást við að rannsaka Íslandssögu. Matthías Á. Mathiesen gerir athugasemd
við frásögn af vali á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins sumarið 1987 í nýju riti
um Stjórnarráð Íslands og loks færir Gunnar Karlsson fram rök gegn þeirri
viðleitni Hannesar H. Gissurarsonar að nota nýleg skoðanaskipti Gunnars
og Axels Kristinssonar á Gammabrekku sem dæmi um mögulegan ritstuld.
Sjónrýnin heldur áfram að festa sig í sessi og í þessu hefti birtist grein-
ing Eggerts Þórs Bernharðssonar á endurhönnun þriggja sýninga á Austur-
landi, þ.e. á Seyðisfirði, Reyðarfirði og Hornafirði. Í greininni sýnir hann
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 5