Saga - 2005, Qupperneq 13
ritun hennar kæmi frá viðkomandi sjálfum og sótt væri um af fús-
um og frjálsum vilja.
Meirihluti ófrjósemisaðgerða í Svíþjóð og annars staðar á Norð-
urlöndum var þó gerður á sjálfráða einstaklingum sem sóttu um
aðgerð til að komast hjá frekari barneignum vegna veikinda og erf-
iðra aðstæðna. Flestir umsækjendur voru konur, einkum fátækar
mæður margra barna. Mörkin milli aðgerða sem gerðar voru á fólki
að þess eigin ósk og aðgerða þar sem fólk var beitt þrýstingi, þving-
un eða tiltali, gátu hins vegar verið óljós.14
Skrif íslenskra manna um gildi ófrjósemisaðgerða
Nokkrir Íslendingar studdu mannkynbótastefnu opinberlega.15
Sumir fjölluðu lítillega um gagnsemi ófrjósemisaðgerða í barátt-
unni gegn þeim „verst“ ættuðu sem voru taldir andlega vanþroska
menn en þann flokk fylltu fábjánar, geðveikir, glæpamenn, skækjur
og flakkarar, svo notuð sé upptalning Guðmundar Finnbogasonar,
heimspekings og prófessors við Háskóla Íslands og síðar lands-
bókavarðar, í grein í Andvara árið 1922. Þar benti hann á að því
„fleiri af slíkum mönnum með arfgenga eðlisgalla sem haldið er frá
því að auka kyn sitt, því meir batnar kynstofninn.“ Það voru til
tvær leiðir til að hindra fólk með arfgenga eðlisgalla í að auka kyn
sitt, sagði Guðmundur með vísan til framkvæmdar arfbótastefn-
unnar í Bandaríkjunum. Hægt væri að hafa slíkt fólk á sérstökum
stofnunum eða láta gera það ófrjótt, helst með eigin leyfi. Kynnu
læknar nú aðferðir til slíks, sagði Guðmundur, „er lítinn sársauka
hafa í för með sér og ekki breyta eðli manna að öðru leyti.“16
Í hugum arfbótasinna var rétturinn til barneigna bundinn við þá
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 13
14 Sjá: Maja Runcis, Steriliseringar i folkhemmet (Stokkhólmur 1998). — Mattias
Tydén, Från politik till praktik. De svenska steriliseringslagarna 1935–1975 (Stokk-
hólmur 2000). — Lene Koch, Tvangssterilisation i Danmark 1929–67 (Kaup-
mannahöfn 2000). — Per Haave, Sterilisering av tatere 1934–1977 (Ósló 2000).
— Mattias Tydén, „Socialpolitik och sterilisering. Operationalisering av ett
forskningsproblem.“ Frihed, lighed og velfærd. Rapporter til Det 24. Nordiske Hi-
storikermøde (Árósar 2001), bls. 109–139. — Steriliseringsfrågan i Sverige
1935–1975. Historisk belysning. Kartläggning. Intervjuer (Stokkhólmur 2000).
15 Um fylgi við arfbótastefnu á Íslandi, sjá: Unnur Birna Karlsdóttir, Mannkyn-
bætur. Hugmyndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Sagn-
fræðirannsóknir 14 (Reykjavík 1998).
16 Guðmundur Finnbogason, „Mannkynbætur“, Andvari 47 (1922), bls. 199–200.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 13