Saga - 2005, Síða 14
„góðkynja“. Hvað varðaði hina „úrkynja“ var málið einfalt. Þeir
höfðu ekki þennan rétt.17 Þessi sjónarmið endurómuðu í forsíðu-
grein í blaðinu Skildi í Vestmannaeyjum árið 1924 undir yfirskrift-
inni „kyngöfgun“ þar sem spurt var:
Hvernig stendur á því, að svona ógurlega mikill hluti af
þjóðunum er andlega eða líkamlega volaðir? Það er af því að
allir hafa jafnan rjett til að auka kyn sitt, til að margfaldast og
uppfylla jörðina. Glæpamaðurinn, sem er fæddur með stel-
sýki, hefir þenna rjett, eins ótakmarkaðan eins og ráðvendn-
ismaðurinn, sem ekki vill vamm sitt vita, drykkjurúturinn
engu síður en reglumaðurinn, vitleysingurinn engu síður en
vísindamaðurinn, flogaveikur fábjáninn alveg eins og vask-
ur og vitur maður, skækjan alveg eins og skírlífu stúlkurn-
ar.18
Þessi orð sýna vel arfbótahugmyndina í hnotskurn. Hinn „verð-
ugi“ átti að ala börn, hinn „óverðugi“ ekki og þar kom til kasta
stjórnvalda.19 Þau áttu með lögum „að vernda ófæddar kynslóðir
frá því að fæðast með glæpamannseðli, sem vitfirringar eða fá-
bjánar“, ekki síður en vernda borgarana með lögum um ýmislegt
annað, sagði áfram í Skildi og því bætt við að það hefði verið
„rannsakað og sannað, að í flestum löndum eru einmitt slíkir
menn mikið frjósamari en þeir hraustu og heilbrigðu — hvernig
sem það kann að vera hjer á landi.“ Heilbrigðiskerfið hefði einnig
skyldum að gegna í þessum efnum, sagði jafnframt, og á það bent
að læknisfræðin myndi í framtíðinni ekki aðeins snúast um að
lækna sjúka heldur einnig um það að vernda börn frá því að „fæð-
ast af þeim foreldrum, sem láta þeim í arf brjálsemi, glæpaeðli, sið-
ferðisleysi og drykkjufýsn.“ Vonaði greinarritari að læknisfræði á
Íslandi kæmist á þetta stig „áður en hinn göfugi íslenski kynstofn
er mikið meira úrkynjaður að hreysti, viti og drenglyndi en þegar
er orðið.“20
Ágúst H. Bjarnason, heimspekingur og prófessor við Háskóla
Íslands, fjallaði um ófrjósemisaðgerðir og taldi mannkynbætur
nauðsynlegar til framgangs vel upplýstu og framfarasinnuðu nú-
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R14
17 Daniel J. Kevles, In the Name of Eugenics, bls. 94.
18 Skjöldur I:22 (23. febr. 1924), bls. 1.
19 Paul Popenau og Roswell Hill Johnson, Applied Eugenics (New York 1920), bls.
184–210.
20 Skjöldur I:22 (23. febr. 1924), bls. 1.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 14