Saga - 2005, Síða 15
tímasamfélagi. Í riti sínu Vandamál mannlegs lífs, sem fyrst kom út
sem fylgirit Árbókar Háskólans árið 1937 og síðan sem bók árið 1943,
segir Ágúst fækkun eða útrýmingu þeirra vangefnu ekki vera aðal-
atriði en þó sé þýðingarmikið að „girt sé eftir mætti fyrir það, að
geggjað fólk og fáráðlingar, léttúðugt fólk og viljalaust, afbrota-
menn og vændiskonur og annað misindisfólk, sem í fullkomnu
ábyrgðar- og hugsunarleysi er gjarnt á að hlaða niður börnum, geti
sér afkvæmi.“ Segir hann ófrjósemisaðgerð, eða „vönun“ eins og
hann kallar það, vera gagngerðustu ráðstöfunina enda víða lög-
leidd og þurfi „ekki nema litla aðgerð á karlmönnum, sem í engu
heftir samfarir þeirra, en girðir fyrir barneignir …“21
Íslenskir nasistar ráku áróður fyrir mannkynbótum og nor-
rænni kynþáttastefnu í málgögnum sínum á 4. áratugnum, eins
og vel er þekkt.22 Í grein undir yfirskriftinni „Kynspilling og kyn-
bætur“, sem birtist í Mjölni, blaði þjóðernissinnaðra stúdenta,
árið 1934, segir Bjarni Jónsson, læknanemi í Háskóla Íslands, m.a.
að allir „hugsandi menn“ séu sammála um að „hverri þjóð beri
skylda til að varðveita kynstofn sinn sem hreinastan og sterkast-
an“. Segir hann „allar þjóðir, sem gert hafa eitthvað í þessu, hafa
farið inn á þá braut að sterilisera það fólk, sem þær vildu ekki til
manneldis.“ Íslendingar verði líka að huga að þessum málum
með því að setja lög sem heimili að fólk sé gert ófrjótt til að hindra
úrkynjun vegna barneigna fábjána, afbrotamanna, drykkjusjúk-
linga og annarra með arfgenga eðlisgalla, „og þau svo víðtæk, að
eitthvað gagn sé að, og framfylgja svo þessum lögum.“ Þeir sem
ákvæðu hverja skyldi gera ófrjóa yrðu að vera starfi sínu vaxnir,
sagði hann, og lagði til að þeir sem starfa myndu að framkvæmd
ófrjósemislaga á Íslandi yrðu að vera læknar með „staðgóða sér-
þekkingu“ í erfðafræði og sálarfræði, og þá sérstaklega „sálsýkis-
fræði“.23 Það var sérfræðinganna að ráða málum og meta hverja
ætti að gera ófrjóa, að mati Bjarna. Hugmyndin var ekki hans.
Fyrirmyndina var að finna í framkvæmd ófrjósemisaðgerða er-
lendis, enda tengist saga arfbótastefnunnar innreið sérfræði-
valdsins á 20. öld. Forsvarsmenn og hugmyndasmiðir arfbóta-
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 15
21 Ágúst H. Bjarnason, Vandamál mannlegs lífs I (Reykjavík 1943), bls. 55.
22 Um sögu íslenskra nasista, sjá: Ásgeir Guðmundsson, „Nazismi á Íslandi.
Saga Þjóðernishreyfingar Íslendinga og Flokks þjóðernissinna,“ Saga XIV
(1976), bls. 5–68.
23 Mjölnir II:7–8 (1935), bls. 65–67.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 15