Saga - 2005, Side 16
fræðanna voru menntað fólk og sérfræðingar á hinum ýmsu
fagsviðum.24
Annar hugmyndasmiður íslenskra nasista, Eiður S. Kvaran,
sem nam mannfræði í Þýskalandi Hitlers, fjallaði einnig um mikil-
vægi ófrjósemisaðgerða til kynbóta og sparnaðar fyrir samfélagið.
Í grein sinni „Kynspilling og varnir gegn henni“, sem birtist í Ís-
lenskri endurreisn, málgagni Þjóðernishreyfingar Íslendinga, árið
1933, sagði hann m.a. að lög sem heimiluðu slíkar aðgerðir hefðu
ekki aðeins haft „stórkostlega kynhreinsandi afleiðingar í för með
sjer“ heldur líka velt „gífurlegum kostnaðarbyrðum af þjóðfjelög-
unum“. Offjár væri varið í andlega og líkamlega aumingja víða um
lönd, sagði hann, og stæðu þau útgjöld alveg í „öfugu hlutfalli við
gildi slíkra einstaklinga fyrir þjóðfjelagið.“ Ríkisvaldið yrði að
snúa þessari öfugþróun við. Það væri „andstætt öllum heilbrigð-
um hugsunarhætti, að verja mestu fje til þeirra, sem minst er í var-
ið“.25
Íslenskir nasistar settu þá kröfu í stefnuskrá flokks síns árið
1933 að ríkisvaldið hindraði með ófrjósemisaðgerðum að „úr-
hrökin í þjóðfjelaginu“ eignuðust börn. Þann flokk fylltu, sam-
kvæmt stefnuskránni, andlegir og líkamlegir aumingjar, geðveik-
ir, fábjánar og forfallnir drykkjumenn. Var hnykkt á þessu með
því að segja að það væri „glæpur gegn framtíð niðjanna og þjóð-
arinnar, að láta úrþvætti þjóðfjelagsins hrúga niður andlegum og
líkamlegum aumingjum, sem vitanlega verða sjálfum sjer aðeins
til angurs og armæðu og þjóðfjelaginu til stórrar byrði.“26 Þessu
var fylgt eftir ári síðar í stefnuskrá Flokks þjóðernissinna í Al-
þingiskosningunum árið 1934 með svohljóðandi kröfu: „Vjér vilj-
um, að allir þeir menn, sem ganga með arfgenga kvilla eða eru
óhæfir til að ala upp afkvæmi sín, séu gerðir ófrjóir.“27 F-listi
þjóðernissinna náði engum manni inn í kosningunum svo að ekk-
ert varð úr því að talsmenn hans ættu þess kost að flytja þetta mál
á Alþingi.28
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R16
24 Sjá t.d.: Diane B. Paul, Controlling Human Heredity. 1865 to the Present (New
Yersey 1995).
25 Íslensk endurreisn I:30 (28. nóv. 1933), bls. 2.
26 Íslensk endurreisn I:2 (18. maí 1933), bls. 1.
27 Ísland I:4 (3. júní 1934), bls. 3.
28 Ásgeir Guðmundsson, „Nazismi á Íslandi“, bls. 49–50.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 16