Saga - 2005, Qupperneq 19
þeirra … en fyrir því er engin trygging, að kynbótadýrin séu í
sjálfu sér fullkomnari en önnur dýr … Gamlar og lífsleiðar
jómfrúr geta haft mikið yndi af félagsskap kynhreinna Pek-
ingshunda, að sínu leyti eins og sumum lítilsigldum karl-
mönnum kemur vel að hressa upp á vesöld síns innra manns
með því að státa sig með hreinræktuðum og mikilúðlegum
bolabítum. En hinir kynblönduðustu og mest lítilsvirtu þarfa-
hundar eru engu að síður miklu hæfari til almenns hundalífs
en þessir aristókratisku bræður þeirra. Nú á tímum, þegar svo
mikið er skrafað um hið „hreina kyn“, má þetta verða til nokk-
urrar huggunar okkur mönnunum, sem erum svo fjarri því að
vera „hreinræktaðir“, að heppilega hefir þótt að orði komizt, er
sagt hefir verið, að frá sjónarmiði „kynhreinna“ tildurhunda
værum við allir undantekningarlaust ófétislegustu lubbarakk-
ar og stubbhundar — hið göfuga norræna kyn ekki undanskil-
ið.37
Menn urðu að hafa í huga við „almenna ræktun“ síns kyns að taka
þyrfti tillit til margbreytileika manna, benti hann á. Það var ekki
hægt að fara eftir ákveðinni forskrift líkt og gert væri í sambandi
við búpening og nytjaplöntur. Engin þekking, ekki einu sinni á
sviði erfðafræði, gæti heldur greitt fyrir kynbótum manna svo tryggt
væri að útkoman yrði í samræmi við markmiðin, sagði hann. Hann
vildi þó taka fram að með þessu væri „ekki verið að kasta rýrð á
sjálfa hugmyndina um kynbætur og ræktun mannfólksins, sem er
allrar virðingar verð, enda sprottin af góðum vilja ágætra manna,
sem á því eiga enga sök, að fleiri hafa misskilið hana en skilið og að
hún hefir sumsstaðar fallið í hendur ræningja.“ Það varð að horfa
framan í þá staðreynd, að mati landlæknis að varðandi kynbætur
manna yrði „litlu um þokað nema eftir óbeinum og seinförnum
leiðum, og næsta lítil von um öruggan og því síður skjótan árang-
ur.“38
Vilmundur áleit „hagsmuni þjóðfélagsins“ af ófrjósemisaðgerð-
um „á hinum andlegu fáráðlingum“ liggja í augum uppi þar sem
þær leystu bæði vanda einstaklinga og samfélags. Það var „raunar
meira að óttast,“ sagði landlæknir, „að beinn gróði sveitarsjóðanna“
þætti svo „auðsær, að forráðamenn þeirra sumir kunni sér ekki hóf
og stimpli fleiri menn fáráðlinga en þar koma til greina, að við-
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 19
37 Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir, bls. 6–7.
38 Sama heimild, bls. 8–9.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 19