Saga - 2005, Page 23
sem svo margir bjuggu við slæm lífskjör. Það hefði í raun þýtt að
velflestir landsmenn hefðu átt rétt á að gangast undir ófrjósemisað-
gerð. Sá möguleiki var einnig fyrir hendi að þetta hefði opnað leið
fyrir misbeitingu aðgerðanna á þann veg að fátækir og undirmáls-
fólk yrði þvingað í aðgerð til að koma í veg fyrir barneignir þess til
að spara útgjöld úr sjóðum samfélagsins. Kannski má líta á framan-
greind orð landlæknis um möguleikann á að menn vildu beita að-
gerðunum til að minnka ómegð og spara í sveitarsjóðum sem vitn-
isburð um að hann sæi hættu liggja í því að félagsleg rök ein og sér
yrðu notuð til að heimila ófrjósemisaðgerð.
Frumvarpið var samþykkt samhljóða og athugasemdalaust á
Alþingi í desember 1937 og tóku lögin gildi 13. janúar 1938.48 Rök
sérfræðinga, í þessu tilfelli landslæknis og þeirra læknis- og lög-
fræðimenntuðu manna sem gáfu umsagnir um frumvarpið, virðast
hafa haft slíkt vægi að þingmenn samþykktu þau umræðulaust.
Það var a.m.k. skýring þáverandi atvinnumálaráðherra, Haralds
Guðmundssonar, á því að hann sá ekki ástæðu til að fjölyrða um
efni frumvarpsins.49
Engin blaðaskrif urðu heldur um lögin, ef frá er talin ein stutt
grein í Vísi haustið 1938, þar sem þeim var fagnað með þeim orð-
um að flestar „menningarþjóðir“ hefðu sett sér lög sem byggðust „á
þeirri hugsjón að útrýma, eftir því sem unnt þykir, arfgengum kvill-
um.“ Var Ísland nú komið í hóp þessara landa með lögum „um að
gera þá menn ófrjóa, sem hafa vissa arfgenga ágalla“. Því var jafn-
framt fagnað að mannkynbótavísindin skyldu hafa skipað sér þann
sess í heiminum að þau væru farin að hafa áhrif á löggjöf þjóðanna.
Lög um ófrjósemisaðgerðir voru aðeins fyrsta skrefið.50
Ófrjósemisaðgerðir í framkvæmd
Lög nr. 16/1938 heimiluðu þrenns konar aðgerðir: „Vananir“, „af-
kynjanir“ og fóstureyðingar.51 Heildarfjöldi umsókna um aðgerðir
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 23
48 Alþingistíðindi 1937 B, d. 304–07. — Stjórnartíðindi A 1938, bls. 24–26.
49 Alþingistíðindi 1937 C, bls. 213.
50 Vísir 21. okt. 1938, bls. 3.
51 Stjórnartíðindi 1938, bls. 24–26. — Heitið „ófrjósemisaðgerð“ var ekki notað í
frumvarpi landlæknis og nefnast slíkar aðgerðir „vananir“. Landlæknir not-
aði orðið „afkynjun“ yfir þá aðgerð sem annars heitir vönun eða gelding.
Skýringin á því hvers vegna hann notaði orðið vönun í þessu samhengi var
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 23