Saga - 2005, Page 30
en engu að síður er eins og þeir hafi viljað láta á það reyna og e.t.v.
um leið þrýsta á um breytta framkvæmd laganna. Nefndin sem af-
greiddi umsóknirnar varð hins vegar að afgreiða þær innan ramma
laganna, hvort sem nefndarmönnum líkaði það betur eða verr. En í
athugasemdum þeirra kemur endrum og sinnum fram að þeir
hefðu viljað geta samþykkt umsóknir af félagslegum ástæðum ein-
göngu, enda aðstæður umsækjenda oft og tíðum nöturlegar svo
ekki sé fastar að orði kveðið. Einstöku umsókn fékk þó samþykki
vegna mjög slæmra félagslegra aðstæðna fólks.63
Andlegur vanþroski eða geðveiki
Meginmarkmið laganna frá 1938 var að heimila ófrjósemisaðgerðir
á þroskaheftu fólki, eða fávitum eins og það hét í þá daga, „í því
skyni að hefta barngetnað þeirra og þá meðal annars vegna erfða-
hættunnar, sem kunnugt er um, að af þeim stafar“, eins og sagði í
greinargerð landlæknis með frumvarpinu. Það voru fleiri taldir fá-
vitar en þeir sem alþýðan kallaði því nafni, sagði hann. Annars veg-
ar voru fávitar og hins vegar fáráðlingar. Þeir síðarnefndu mældust
með greindarvísitölu milli 50–74, samkvæmt þeirra tíma greindar-
prófum eða „vitprófum“ eins og landlæknir kallaði þau. Fávitar
væru þeir sem mældust með enn lægri „vitkvóta“, eins og hann
nefndi það sem nú kallast greindarvísitala, eða á milli 25–49 stig. Í
texta laganna var aðeins talað um fávita en fáráðlingar heyrðu und-
ir þá skilgreiningu.64
Á umsóknareyðublöðum fyrir beiðnir um aðgerðir var notuð
skilgreiningin „andlega vanþroska“ um fólk sem taldist seinfært
eða þroskaheft og „geðveiki“ um geðræna sjúkdóma. Þessi flokkun
verður notuð hér í samræmi við heimildirnar og tíðaranda þeirra.
Andlegur vanþroski eða geðveiki var skráð meginástæða 120 að-
gerða eða 16,6% ófrjósemisaðgerða sem framkvæmdar voru á árun-
um 1938–1975. Þar af voru 111 konur, fullorðnar og unglingsstúlk-
ur, og níu karlar, fullorðnir og unglingspiltar. Af þessum 120 að-
gerðum var andlegur vanþroski skráður meginástæða í 101 tilviki
og geðveiki í 19 tilvikum. Að meðaltali voru framkvæmdar þrjár
aðgerðir á ári í þessum flokki (tafla 4 og 5).
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R30
63 Byggt á úrvinnslu á gögnum úr skjalaflokknum: ÞÍ. Landlæknir. Afkynjanir
og vananir. — ÞÍ. Landlæknir 1999-D4/233–240.
64 Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir, bls. 28–40.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 30