Saga - 2005, Page 33
anlegri getnaðarvörn fyrir fatlaða, þroskahefta eða geðsjúka dóttur
hafi verið kærkomin lausn fyrir fjölskyldur sem höfðu við nóg að
stríða. Umönnun þroskaheftra og geðsjúkra hvíldi mjög á fjölskyld-
um megnið af gildistíma laganna, enda fyrir daga meðferðarúr-
ræða og vistheimila sem síðar varð völ á.65 Þessi skortur á heimil-
um og öðrum úrræðum fyrir þroskahefta eða geðsjúka endurspegl-
aðist í umræðu um málefni þeirra á gildistíma laganna.66
Meginástæðan fyrir því að aðstandendur eða forsjármenn sóttu
um ófrjósemisaðgerðir fyrir andlega vanþroska eða geðsjúkar ung-
lingsstúlkur eða konur var sú að útiloka í eitt skipti fyrir öll mögu-
leika á þungun eða frekari þungunum viðkomandi konu, þar sem
hún gæti ekki séð um sjálfa sig eða barn sitt. Af umsóknum sést að
aðstandendur töldu, og oft af gefnu tilefni, hættu á að karlmaður
eða karlmenn notfærðu sér skertan þroska stúlku eða konu, ef það
hafði þá ekki þegar hent og getnaður orðið. Fyrir kom að sótt var
um ófrjósemisaðgerðir á ófrískum þroskaheftum stúlkum, jafnvel
allt niður í 15 ára, þar sem ekkert var vitað um faðernið. Stundum
var meðganga langt komin þegar þungun stúlkunnar uppgötvað-
ist. Dæmi voru um endurteknar barnsfæðingar hjá þroskaheftum
stúlkum. Slík tilvik eru vitnisburður um kynferðisofbeldi gagnvart
þroskaheftum konum en um þau efni ríkti þögn í umsóknum um
ófrjósemisaðgerðir.
Kynhvötin spyr ekki um greind, enda lýtur hún öðrum lögmál-
um. Þungun „andlega vanþroska“ stúlkna eða kvenna með geðræn
vandamál á háu stigi gat stafað af ásókn þeirra í að lifa kynlífi,
stundum í bland við óreglu, og er af vottorðum í umsóknum um
ófrjósemisaðgerðir á þessum konum svo að skilja að ekki hafi skort
karlmenn til að nýta sér slíkt. Í sumum tilvikum var ókunnugt um
faðerni barns eða barna. Ófrjósemisaðgerð þótti í þessum tilvikum
tilhlýðileg lausn. Sumar þessara kvenna voru í sambúð eða sam-
böndum við karlmenn af mjög misjöfnu tagi, samkvæmt umsögn-
um lækna. Dæmi voru um að barnaverndarnefnd hafi þurft að
koma að málum.67
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 33
65 Byggt á úrvinnslu á gögnum úr skjalaflokknum: ÞÍ. Landlæknir. Afkynjanir
og vananir. — ÞÍ. Landlæknir 1999-D4/233–240.
66 Sjá t.d.: Heilbrigðisskýrslur 1937, bls. 77; sama heimild 1942, bls. 105–106; sama
heimild 1967, bls. 90; sama heimild 1971, bls. 89.
67 Byggt á úrvinnslu á gögnum úr skjalaflokknum: ÞÍ. Landlæknir. Afkynjanir
og vananir. — ÞÍ. Landlæknir 1999-D4/233–240.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 33