Saga - 2005, Page 34
Aðgerðir að eigin ósk eða annarra
Fræðimenn hafa skipt ófrjósemisaðgerðum sem framkvæmdar
voru á Norðurlöndunum, frá fjórða áratugnum og fram á þann átt-
unda, í tvo flokka. Annars vegar voru aðgerðir að eigin ósk (volun-
tary sterilisation). Ósk um aðgerð kom þá frá viðkomandi mann-
eskju sem undirritaði einnig umsókn. Hins vegar voru aðgerðir
vegna tiltals, þvingunar eða nauðungar (coercive sterilisation), og
þannig gerðar að undirlagi annarra.68 Mörkin á milli aðgerða að
eigin vilja fólks og aðgerða vegna tiltals, þvingunar, eða nauðung-
ar gátu þó verið óljós því að undirritun viðkomandi merkti ekki
endilega að ósk um aðgerð kæmi frá honum eða henni sjálfri. Rann-
sóknir sýndu dæmi um að fólk undirritaði umsóknir og gekkst
undir ófrjósemisaðgerðir vegna þrýstings eða þvingunar, t.d. frá
félagsmálafulltrúum eða fulltrúum sveitarfélaga, mæðrahjálp eða
barnaverndarnefndum, læknum, forstöðumönnum stofnana eða
aðstandendum.69 Slíkt var þó ekki algengt hér á landi. Þáttur
barnaverndarnefnda eða hinna ýmsu velferðarfulltrúa í umsókn-
um um ófrjósemisaðgerðir var lítill hér. Flestar umsóknir komu frá
forráðamönnum og voru því fjölskyldumál, enda þótt leitað hefði
verið til læknis í þeim tilgangi að greiða fyrir umsókn um aðgerð.
Hins vegar gat frumkvæði eða tilmæli um að sótt yrði um aðgerð
komið frá aðilum utan fjölskyldu, t.d. frá lækni, barnaverndarnefnd
eða félagsmálafulltrúa. Heimildir gefa ekki nákvæmar upplýsingar
um hve oft þessir aðilar ráðlögðu að sótt yrði um ófrjósemisaðgerð
en þó má finna nokkur dæmi um það.
Um 90% umsókna um ófrjósemisaðgerðir samkvæmt lögunum
frá 1938 sem komu til framkvæmda voru undirritaðar af þeim sem
gengust undir aðgerð og er þetta svipað hlutfall og annars staðar á
Norðurlöndunum. Alls voru þetta 646 aðgerðir og voru 602 í flokki
aðgerða vegna sjúkdóma/veikinda og 44 sökum andlegs van-
þroska eða geðveiki. Þær 602 aðgerðir sem framkvæmdar voru í
flokki aðgerða af heilbrigðisástæðum falla undir aðgerðir fram-
kvæmdar samkvæmt ósk þess er í hlut átti. Það merkir að þrátt
fyrir að tilefni aðgerða hafi verið erfiðar aðstæður sökum veikinda,
þá var um mynduga og sjálfráða einstaklinga að ræða sem völdu
þessa leið til að bæta aðstæður sínar og heilsu. Ekki er þó útilokað
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R34
68 Mattias Tydén, „Socialpolitik och sterilisering“, bls. 110.
69 Sjá t.d.: Steriliseringsfrågan i Sverige, bls. 35–44, 279–355.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 34