Saga - 2005, Síða 40
Íslenskir fylgismenn arfbótafræðanna tóku undir þessi sjónar-
mið. Erfðirnar eru „undirstaða mannlegs lífs“, skrifaði Ágúst H.
Bjarnason.77 Hann taldi að kynkostum Íslendinga stafaði hætta af
lauslæti og nefndi í því sambandi að um fjórðungur allra barna á Ís-
landi væri getinn í lausaleik. Slíkt kynni ekki góðri lukku að stýra,
eða eins og hann orðaði það:
menn halda, að þeir geti lifað og látið eins og þeir vilja, svall-
að og drukkið og farið á kvennafar, þegar þeim sýnist svo, og
þá einatt með léttúðardrósum, sem eiga ekki ofmiklum kyn-
kostum fyrir að fara. En geta menn þá vænzt þess, að afkvæmi,
sem eru þannig til komin, verði til mikilla þjóðþrifa? Taki
menn ekki makavalið alvarlegar en það að leggjast með hverri
konunni, sem föl er og völ er á, þá er ekki von að vel fari.78
Þetta var spurning um siðvitið. Ef því var ábótavant var ekki von á
góðu. Slíkt fólk var hættulegast í huga þeirra sem dreymdi um kyn-
bætur hinna góðkynja og fækkun eða útrýmingu hinna úrkynjuðu.
Hér valt mikið á konum. Þeirra var að giftast efnilegum mönnum
og ala þeim börn, þ.e. þær konur sem hæfar voru til undaneldis.
Hinar þurfti að hemja með einhverjum ráðum, boðuðu arfbóta-
menn, og úr því að þær höfðu ekki vit til þess sjálfar að láta af barn-
eignum sínum eða a.m.k. takmarka þær, þá með því að gera þær
ófrjóar. Þær lifðu á mörkunum, siðlausar og taumlausar, voru ekki
nógu þroskaheftar til að það sæist á útliti þeirra eða til að vera sett-
ar á stofnanir fyrir þroskahefta en heldur ekki nógu greindar til að
réttlætanlegt væri að þær mættu um frjálst höfuð strjúka.79
Vilmundur landlæknir fjallaði um konur á mörkum siðvits og
siðleysis á glapstigum bæjarlífsins í greinargerðinni með frumvarpi
sínu að lögum um ófrjósemisaðgerðir og taldi hann þær vera
ákveðið þjóðfélagsvandamál. Markmiðið með lögunum var m.a. að
draga úr þeim vanda. Fáráðlingsstúlkur hrúguðu niður „lausa-
leiksbörnum öðrum fremur“ og voru líklegri til að eignast börn en
karlar af sama sauðahúsi, sagði í greinargerð landlæknis eða eins
og hann útlistaði nánar:
Yfirleitt bendir reynsla til, að meiri hætta stafi af fáráðlings-
konum að þessu leyti en körlum. Fáráðlingskonur skortir ekki
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R40
77 Ágúst H. Bjarnason, Vandamál mannlegs lífs I, bls. 29.
78 Sama heimild, bls. 50–51.
79 Birgit Kirkebæk, Letfærdig og løsagtig — kvindeanstalten Sprogø 1923–1961 (Holte
2004), bls. 130.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 40