Saga - 2005, Side 41
karlmenn til fylgilags, en karlmenn, sem eru andlegir fáráð-
lingar, og þó sjálegir séu, standa sig að jafnaði fremur illa í
frjálsri samkeppni um hylli kvenna.80
Það var líka við óvandaða að sakast, benti hann á, því að ekki stóð
á „óhlutvendni þeirra, sem vitið hafa meira, til að afvegaleiða þessa
fáráðlinga. Stúlkurnar verða unnvörpum skækjur, eiga lausaleiks-
börn á fyrsta kynþroskaaldri og geta oft ekki feðrað, breiða út kyn-
sjúkdóma og hverskonar óþverra“.81
Það liggur beint við að spyrja í framhaldi af þessu hvort þess
gætti í framkvæmd laga nr. 16/1938 að sérstök gangskör hafi verið
gerð að því af hálfu félagsmálayfirvalda, barnaverndarnefnda eða
lækna, að smala „fáráðlingskonum“ í ófrjósemisaðgerðir. Í gögnum
landlæknisembættisins er ekkert sem bendir til þess, heldur virðast
þær umsóknir sem bárust vegna óreglulifnaðar, lauslætis og barn-
eigna „andlega vanþroska“ unglingsstúlkna eða kvenna hafa verið
einstök tilvik og oftast á vegum fjölskyldu viðkomandi. „Vergirni“
eða „lauslæti“ til viðbótar andlegum vanþroska eða geðsjúkdómi
var skráð tilefni nokkurra umsókna um ófrjósemisaðgerðir. Þær
unglingsstúlkur eða fullorðnu konur sem fengu slíka umsögn
höfðu sumar eignast börn, jafnvel fleiri en eitt, og aðrar voru ófrísk-
ar að því fyrsta. Engin þeirra gat, samkvæmt umsögnum, annast
börn vegna andlegs ástands síns, eða borið ábyrgð á sjálfri sér. Oft-
ast voru það foreldrar eða aðrir nákomnir ættingjar sem sóttu um
og í stöku tilvikum forstöðumenn stofnunar ef viðkomandi kona
var vistuð á stofnun. Dæmi voru um að læknar eða fulltrúar barna-
verndarnefnda ættu frumkvæði að því að fá konur til þess að sækja
um ófrjósemisaðgerð ef þær lentu undir eftirliti fyrir að geta ekki
sinnt börnum sínum vegna andlegs vanþroska auk lauslætis eða
óreglu. Litið var á ófrjósemisaðgerð sem lausn á þeim vanda sem
barneignir þroskaheftra eða geðsjúkra kvenna eða óreglukvenna
gátu skapað og fulltrúar barnaverndarnefnda og læknar voru til-
búnir að grípa til þeirrar lausnar ef svo bar undir. Sterk kynjaslag-
síða var á lögunum í þessu sambandi þar sem ekki var sótt um að-
gerðir á körlum vegna geðraskana, andlegs vanþroska eða óreglu
og þar af leiðandi vanhæfis þeirra til að sjá um börn og heimili. Það
vísar aftur til þess sem áður var sagt að umönnun barna var á
ábyrgð kvenna. Karlar lentu ekki undir smjásjá félags- og heilbrigð-
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 41
80 Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir, bls. 45.
81 Sama heimild, bls. 40–41.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 41