Saga - 2005, Side 42
iskerfis þótt þeir gætu ekki annast börn sín vegna óreglu eða and-
legra annmarka. Konur gerðu það hins vegar.82
Fyrstu árin sem lög nr. 16 voru í gildi átti sér stað mikil umræða
um siðferði íslenskra kvenna, lauslæti og samræði kvenna og út-
lendinga. Þetta voru „ástandsárin“ svokölluðu og mörg stúlkan
lenti á glapstigum eins og það hét og féllu stór vandlætingarorð í
garð íslenskra kvenna, eins og þekkt er.83 Umræðan um „ástandið“
snerist þó fyrst og fremst um þjóðerniskennd og siðferði en lítið um
kynbætur eða kynspillingu, þótt sést hafi skrif um að þjóðinni væri
hætt við úrkynjun vegna barneigna íslenskra kvenna og erlendra
hermanna og var sú ályktun byggð á því að hegðun kvennanna
bæri vott um lélegt upplag og hið sama gilti um þá hermenn sem
lögðu lag sitt við þær.84 Hætta væri á, sagði t.d. í Tímanum árið
1941, að börn sem fæddust af samböndum íslenskra kvenna og her-
manna yrðu „slæm kynblöndun“.85
En var sótt um ófrjósemisaðgerðir á stúlkum fyrir þá sök að þær
hefðu verið í „ástandinu“ og þá undir þeim formerkjum að lauslæti
þeirra væri sönnun fyrir andlegum vanþroska þeirra og aðgerð
þess vegna réttmæt? Svarið er neikvætt því að engin merki eru um
að þetta viðhorf hafi legið að baki umsóknum um ófrjósemisað-
gerðir á Íslandi á stríðsárunum.86 En t.d. í Danmörku voru dæmi
um slíkt vegna sambanda danskra kvenna við þýska hermenn.87
Núgildandi lög frá 1975
Samkvæmt núgildandi lögum nr. 25 frá 1975, sem leystu lög nr.
16/1938 af hólmi, eru ófrjósemisaðgerðir heimilar þeim sem þeirra
óska og náð hafa 25 ára aldri. Lögin byggjast á þeirri hugmynd að
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R42
82 Byggt á úrvinnslu á gögnum úr skjalaflokknum: ÞÍ. Landlæknir. Afkynjanir
og vananir. — ÞÍ. Landlæknir 1999-D4/233–240.
83 Sjá t.d.: Bára Baldursdóttir, „„Þær myndu fegnar skifta um þjóðerni.“ Ríkisaf-
skipti af samböndum unglingsstúlkna og setuliðsmanna,“ Kvennaslóðir. Rit til
heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur (Reykjavík 2001), bls. 301–317. — Inga Dóra
Björnsdóttir, „Þeir áttu sér móður. Kvenkenndir þættir í mótun íslenskrar
þjóðernisvitundar,“ Fléttur. Rit Rannsóknastofu í kvennafræðum I (Reykjavík
1994), bls. 65–85.
84 Ágúst H. Bjarnason, Vandamál mannlegs lífs I, bls. 52–54 og II, bls. 113–114.
85 Tíminn 2. sept. 1941, bls. 2–3.
86 Byggt á úrvinnslu á gögnum úr skjalaflokknum: ÞÍ. Landlæknir. Afkynjanir
og vananir. — ÞÍ. Landlæknir 1999-D4/233–240.
87 Lene Koch, Tvangssterilisation i Danmark, bls. 158.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 42