Saga - 2005, Page 48
Vettvangur sagnanna, þ.e. hið sögulega rými þeirra, Ísland og
sveitir þess, höfðar vitanlega á síðari tímum sérstaklega til Íslend-
inga sem búa á þessum sama vettvangi og lesa nær viðstöðulaust
málið sem þær eru á. Fornsögurnar voru og eru þáttur í sjálfsvitund
Íslendinga, í sameiginlegri minninga- og menningararfleifð þeirra.
Þær eru hér í þessari grein taldar sögulegar ritaðar heimildir og
þannig miklu athyglisverðari en trúaráköll í lögfræðibúningi, hug-
lægur tónn í höfði bókmenntafræðings eða málskraf um löngu
þagnaða og ummerkjalausa orðræðu.
Kristnitaka í Vatnsdal og þróun Vatnsdæla sögu
Á 20. öld tókst að skýra ýmislegt í textaþróun sagnarita Íslendinga
frá miðöldum. Nýjar fræðilegar útgáfur á heimildatextum, gerðar á
málfræðilegum og sagnfræðilegum (histórísk-fílólógískum) forsend-
um, áttu ríkan þátt í að skerpa skilning manna á söguvitund, mynd
sögunnar og notkun sögu og sagnaritunar á miðöldum. Hin mið-
læga þýðing Landnámabókar í sagnarituninni var augljós, en hin
flóknu textatengsl Landnámu í mörgum gerðum við aðrar
textaheimildir, sem einnig voru varðveittar í mörgum gerðum frá
miðöldum, brýndu fræðimenn 20. aldar til að beita aðferðum texta-
greiningar og sögulegrar gagnrýni og reyna þannig að grynna í
sambandi textanna, túlka tengslin og setja í sögulegt samhengi.
Slíkar rannsóknir hlutu auðvitað að skírskota til samtímans.
Hér skal nú vikið að merkilegu sviði á þessum vettvangi. Það
varðar samband Landnámugerða við gerðir Vatnsdæla sögu en
þessi tengsl má rekja aftur á 13. öld. Mikinn þátt í að setja fram og
skýra helstu vandamálin á þessu sviði áttu fræðimennirnir Einar
Ól. Sveinsson, Jón Jóhannesson og Jakob Benediktsson. Ljóst er að
sjálfstæðum útdráttum úr Vatnsdælu hefur verið skotið inn í hvora
Landnámugerðina um sig. Auk þess eru útdrættirnir gerðir úr
tveimur svolítið mismunandi gerðum af Vatnsdælu, en þær gerðir
hafa báðar haft að sumu leyti ýtarlegri texta en sú Vatnsdæla sem
varðveist hefur í heild til vorra daga. Þetta eru 13. aldar gerðir af
Vatnsdælu, en frá 13. öld eru þær, því að þá var útdráttunum úr
þeim skotið inn í Landnámugerðirnar. Þær hafa þó haft söguþráð
sem í megindráttum hefur verið eins og í hinni varðveittu heildar-
gerð Vatnsdælu sem er frá 14. öld.
Í fyrsta lagi hefur útdráttum úr Vatnsdælu verið skotið inn í
Sturlubók Landnámu. Þessir útdrættir hafa rutt burt eldra efni um
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N48
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 48