Saga - 2005, Page 49
landnám í Húnaþingi sem verið hefur í Landnámugerðum sem
voru eldri en Sturlubók. Má ráða það m.a. af því að í Sturlubók er
landnám Eyvindar sörkvis talið tvisvar, í fyrra skiptið úr Vatnsdælu
en í síðara skiptið úr fornri Landnámu, eins og Jón Jóhannesson
benti á.1 Jakob Benediktsson taldi að í Hauksbók Landnámu væri
stuðst beint við Vatnsdælu umfram það sem er í Sturlubók.2 Engin
ástæða er til að ætla það. Það efni sem Hauksbók hefur umfram
Sturlubók er svo smávægilegt að það má allt skýra með því að
Sturlubókartexti sá sem varðveist hefur í heild er úr miklu yngra
handriti en Sturlubókarhandriti því sem Haukur Erlendsson studd-
ist við í Hauksbók. Í hinu tiltölulega unga Sturlubókarhandriti (af-
riti Resensbókar frá 14. öld) hafa fallið niður orð og textabrot sem
hafa verið í Sturlubókarforriti Hauks.
Í öðru lagi hefur útdráttum úr Vatnsdælu verið skotið inn í
Melabók Landnámu. Nú verður ekki séð nákvæmlega hvernig
þeim útdráttum var skipað niður í Melabók. Ástæðan er sú að upp-
skrift Melabókar á skinni er ekki varðveitt og textinn aðeins varð-
veittur í Þórðarbók, pappírsuppskrift frá 17. öld, en hann er þar að-
eins í brotum innan um og saman við texta runninn frá annarri 17.
aldar Landnámu, Skarðsárbók, sem studdist bæði við Sturlubók og
Hauksbók.
Framan af gætir útdráttarins úr Melabók í Þórðarbók einkum
sem tiltölulega smávægilegra viðbóta við texta Skarðsárbókar.3 Þótt
litlar séu eru viðbæturnar merkilegar. Þær koma sumar heim við
Vatnsdælu og sýna að stuðst er við gamla gerð Vatnsdælu, ýtarlegri
og líklega með upprunalegri texta en bæði sú Vatnsdæla sem gætir
í Sturlubók (og þar með í Skarðsárbók) og sú Vatnsdæla sem varð-
veitt er í heild. Auk þess eru þarna ættartölur frá persónum Vatns-
dælu til Melamanna sem sýna að textinn hefur verið í Melabók
Landnámu.4
Loks hefur ritstjóri Þórðarbókar hætt að líta til texta Skarðsár-
bókar og kemur þá fram að miklu leyti hreinn texti útdráttar Vatns-
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 49
1 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar (Reykjavík 1941), bls. 109.
2 Íslendingabók-Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Jakob Benediktsson gaf út (Reykja-
vík 1968), bls. lxxvii–lxxxvii.
3 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol. [udg. ved Finnur Jónsson] (København
1921), bls. 92–95.
4 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol., bls. 93,31–40 og bls. 94,3–6, sbr. Skarðsár-
bók. Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá. Jakob Benediktsson gaf út (Reykja-
vík 1958), bls. 93 nm.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 49