Saga


Saga - 2005, Page 49

Saga - 2005, Page 49
landnám í Húnaþingi sem verið hefur í Landnámugerðum sem voru eldri en Sturlubók. Má ráða það m.a. af því að í Sturlubók er landnám Eyvindar sörkvis talið tvisvar, í fyrra skiptið úr Vatnsdælu en í síðara skiptið úr fornri Landnámu, eins og Jón Jóhannesson benti á.1 Jakob Benediktsson taldi að í Hauksbók Landnámu væri stuðst beint við Vatnsdælu umfram það sem er í Sturlubók.2 Engin ástæða er til að ætla það. Það efni sem Hauksbók hefur umfram Sturlubók er svo smávægilegt að það má allt skýra með því að Sturlubókartexti sá sem varðveist hefur í heild er úr miklu yngra handriti en Sturlubókarhandriti því sem Haukur Erlendsson studd- ist við í Hauksbók. Í hinu tiltölulega unga Sturlubókarhandriti (af- riti Resensbókar frá 14. öld) hafa fallið niður orð og textabrot sem hafa verið í Sturlubókarforriti Hauks. Í öðru lagi hefur útdráttum úr Vatnsdælu verið skotið inn í Melabók Landnámu. Nú verður ekki séð nákvæmlega hvernig þeim útdráttum var skipað niður í Melabók. Ástæðan er sú að upp- skrift Melabókar á skinni er ekki varðveitt og textinn aðeins varð- veittur í Þórðarbók, pappírsuppskrift frá 17. öld, en hann er þar að- eins í brotum innan um og saman við texta runninn frá annarri 17. aldar Landnámu, Skarðsárbók, sem studdist bæði við Sturlubók og Hauksbók. Framan af gætir útdráttarins úr Melabók í Þórðarbók einkum sem tiltölulega smávægilegra viðbóta við texta Skarðsárbókar.3 Þótt litlar séu eru viðbæturnar merkilegar. Þær koma sumar heim við Vatnsdælu og sýna að stuðst er við gamla gerð Vatnsdælu, ýtarlegri og líklega með upprunalegri texta en bæði sú Vatnsdæla sem gætir í Sturlubók (og þar með í Skarðsárbók) og sú Vatnsdæla sem varð- veitt er í heild. Auk þess eru þarna ættartölur frá persónum Vatns- dælu til Melamanna sem sýna að textinn hefur verið í Melabók Landnámu.4 Loks hefur ritstjóri Þórðarbókar hætt að líta til texta Skarðsár- bókar og kemur þá fram að miklu leyti hreinn texti útdráttar Vatns- VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 49 1 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar (Reykjavík 1941), bls. 109. 2 Íslendingabók-Landnámabók. Íslenzk fornrit I. Jakob Benediktsson gaf út (Reykja- vík 1968), bls. lxxvii–lxxxvii. 3 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol. [udg. ved Finnur Jónsson] (København 1921), bls. 92–95. 4 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol., bls. 93,31–40 og bls. 94,3–6, sbr. Skarðsár- bók. Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá. Jakob Benediktsson gaf út (Reykja- vík 1958), bls. 93 nm. Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.