Saga - 2005, Qupperneq 50
dælu úr Melabók. Þennan texta má kalla A-kafla. Þar er sagt frá bar-
daga Ingimundarsona og Jörundarsona um Hjallaland, viðskiptum
Ingimundarsona við Finnboga ramma, viðskiptum þeirra við syst-
urnar Þóreyju og Gróu, upphafi Þorkels kröflu, viðskiptum Ingólfs
Þorsteinssonar og Óttars vegna Valgerðar Óttarsdóttur og falli Ing-
ólfs fyrir Hellismönnum.5
Litlu síðar er aftur að miklu leyti hreinn Vatnsdæluútdráttur úr
Melabók í Þórðarbók. Þann texta má kalla B-kafla og þar segir frá
því þegar Þorkell krafla vó Þorkel frá Helgavatni, utanför hans, vígi
Glæðis, Kröfluhelli, ráðum Þórdísar spákonu, goðorði Þorkels
kröflu, kvonfangi hans, Vigdísi Ólafsdóttur frá Haukagili, Friðreki
biskupi og Þorvaldi Koðranssyni, haustboði að Haukagili og ber-
serkjum, skírn Þorkels og kirkjubyggingu.6
Eftir þetta tekur við blandaður texti í Þórðarbók, bæði úr Mela-
bók og Skarðsárbók, sem er merkilegur því að hann sýnir að Vatn-
dælugerðirnar hafa ekki verið nákvæmlega eins. Þá kemur í þriðja
sinn nær hreinn Vatnsdæluútdráttur úr Melabók. Þann texta má
kalla C-kafla og þar segir frá lokum sögunnar, Föstólfi og Þjóstólfi
sem héldu sekan mann á Kili sem þeir Húnröður og Þorkell leik-
goði vógu. Þeir Föstólfur drápu þá Úlfhéðin bróður Húnröðar en
Þorkell krafla náði að sætta þá við Húnröð.7 Fáein minni háttar at-
riði úr Vatnsdæluútdrætti Melabókar má sjá í texta Þórðarbókar eft-
ir þetta.
Hér á eftir verður nánar rætt um B-kaflann í Vatnsdæluútdrætt-
inum úr Melabók í Þórðarbók. En fyrst er rétt að átta sig á nokkrum
atriðum varðandi ritunartíma og tímasetningar sagna og sagna-
gerða. Ljóst má vera af ofangreindu að Vatnsdæla er eldri en Sturlu-
bók Landnámu. Sturlubók er samantekin um og upp úr 1270 og er
ekki yngri en frá 1284 en það ár dó Sturla Þórðarson, ritstjóri gerð-
arinnar.8 Um líkt leyti er Melabók tekin saman, 1271 eða litlu síðar
eins og bent hefur verið á.9 Í Melabók voru útdrættir úr Vatnsdælu
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N50
5 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol., bls. 95,34–96,33, sbr. Skarðsárbók, bls.
95–96 nm.
6 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol., bls. 96,36–97,19, sbr. Skarðsárbók, bls.
96–97 nm.
7 Landnámabók. Melabók AM 106. 112 fol., bls. 98,33–99,3, sbr. Skarðsárbók, bls.
98–99 nm.
8 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar. Um íslenska sagnaritun á 12. og
13. öld. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 35 (Reykjavík 2001), bls. 18–19.
9 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 19.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 50