Saga - 2005, Page 52
Þorsteinn bað sér griða en Þórður kvað þá hafa skyldu þau
grið sem þeir létu hafa Sighvat föður sinn á Örlygsstöðum.
Þorsteinn kvað eigi Sighvat þar drepinn mundu vera ef hann
hefði þar mestu um ráðið en kvaðst vilja bjóða Þórði alla hluti
til lífs sér, þá er honum sómdu vel, en biðja ekki griða sér svo
að Þórði væru leiðindi í því.12
Það verður úr að Þórður gefur Þorsteini grið. Síðar segir frá því í
sögunni að sonur Þorsteins, Eyjólfur ofsi, kvæntist að undirlagi
Þórðar Þuríði Sturludóttur Sighvatssonar. Sættir tókust því með
Hvammverjum og Sturlungum. Einar Ól. telur hliðstæður við þetta
í Vatnsdælu þegar Þorsteinn Ketilsson var tekinn af Jökli stiga-
manni og Þorsteinn segir Jökli að gera sem honum líkaði um lífgjöf
við sig og kvaðst þar einskis mundu um biðja. Sami Þorsteinn er
látinn segja við Ingimund jarl, föður Jökuls stigamanns: „Allt er nú
herra jarl á yðru valdi um minn hag, … vil eg biðja yður sætta, en
kvíða engu, hvað þér viljið gjört hafa.“ Það verður úr að Ingimund-
ur jarl gefur Þorsteini grið og giftir honum dóttur sína. Einar Ól. tel-
ur af þessu að sá sem skrifaði Vatnsdælu hafi mátt „muna hve stór-
mannlega Þorsteini í Hvammi fórst, þegar hann bjóst við lífláti af
Þórði kakala.“13
Þetta er í ljósi fyrri röksemda afar sennilegt. Höfundur Vatns-
dælu hefur að öllum líkindum verið vinur, ef til vill skjólstæðingur,
Þorsteins og Sigurðar sonar hans í Hvammi í Vatnsdal. Þeim og
virðing þeirra er sagan gerð. Þessi aldursrök eru sterk miðað við
ýmsar aðrar Íslendinga sögur. Framsal goðorða um og upp úr 1260
og ritun Sturlubókar og Melabókar Landnámu um og upp úr 1270
markar ritunartíma sögunnar.
Nokkur munur er á þeim gerðum Vatnsdæla sögu sem birtast í
útdráttunum í Sturlubók og Melabók, eins og áður er getið. Út-
drættirnir í Sturlubók eru styttri og ekki eins ýtarlegir og Melabók-
arútdrættirnir. Í Sturlubók hefur til dæmis ekkert verið tekið upp úr
Vatnsdælu um komu kristni í Vatnsdal og ekki er þar sagt frá goð-
orði Þorkels kröflu. Um hvort tveggja er nokkuð fjallað í útdráttum
Melabókar, einkum B-kaflanum sem nefndur er hér að framan. Svo
segir þar:
Þá tók Þorkell við Hofslandi og goðorði og hafði meðan hann
lifði. Hann fékk Vigdísar dóttur Ólafs frá Haukagili. Í þann
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N52
12 Sturlunga saga. Ritstj. Örnólfur Thorsson (Reykjavík 1988), bls. 495.
13 Vatnsdæla saga, bls. xxxii.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 52