Saga - 2005, Page 53
tíma kom út Friðrekur biskup með Þorvaldi Koðranssyni og
var að Giljá með þeim Ormi Koðranssyni feðgum. Biskup var
að haustboði að Ólafs og vígði biskup þar elda. Þar voru og
berserkir tveir og hét Haukur hvorutveggi. Þeir váðu eldinn
og brunnu báðir og heitir þar síðan Haukagil. Þá tók Þorkell
skírn og allir Vatnsdælar. Hann lét kirkju gjöra að Hofi og veitti
þar gröft öllum þingmönnum sínum.
Til samanburðar við þennan forna 13. aldar Vatnsdæluútdrátt má
hafa 46. kafla Vatnsdælu þeirrar sem varðveitt er í heild, en hún er
úr 14. aldar handritum. Þar ber talsvert á milli. Þar sem 14. aldar
Vatnsdælan er varðveitt í heild er ekki undarlegt að hún hafi efnis-
lega ýmislegt umfram Melabókarútdráttinn. Merkilegt er hins veg-
ar að hinn stutti útdráttur hefur efni sem er ekki í 14. aldar gerðinni.
Þannig er kona Þorkels kröflu nefnd þar með nafni, en svo er ekki
í 14. aldar gerðinni. Ormur Koðransson er heldur ekki nefndur í 14.
aldar gerðinni. Þorkell krafla skírist ekki strax eftir fall berserkjanna
í 14. aldar gerðinni, þvert á móti vill hann ekki skírast fyrr en „er
kristni var lögtekin á Íslandi, og allir Vatnsdælir … hann lét kirkju
gera á bæ sínum og hélt vel trú sína.“14 Þetta er ekki í samræmi við
Melabókarútdráttinn.
Þorvalds þáttur Koðranssonar er í Ólaf sögu Tryggvasonar
hinni mestu, en sú saga er einungis varðveitt í handritum frá 14. öld
og yngri. Frásögnin af atburðunum á Haukagili í Þorvalds þætti
Ólafs sögunnar miklu ber þess merki að hafa verið lagfærð og færð
í stílinn, m.a. undir áhrifum frá Jómsvíkinga sögu eins og bent hef-
ur verið á.15 En frásögnin ber merki fleiri lagfæringa. Í Þorvalds
þætti Ólafs sögunnar er Þorvaldur Koðransson látinn biðja sér
konu, Vigdísar Ólafsdóttur á Haukagili. Þeir Þorvaldur og biskup
eru látnir fara til brúðkaups Þorvalds á Haukagili en í veislunni
dregur til tíðinda eins og sagt er frá. Frá þessum kvonbænum,
kvonfangi og brúðkaupi Þorvalds segir ekki í öðrum heimildum.
Í Vatnsdæluútdrættinum úr Melabók og Kristni sögu, textum
frá 13. öld, segir að þeir Þorvaldur og biskup hafi farið að Hauka-
gili að haustboði. Brúðkaup er ekki nefnt þar. Í Vatnsdæluútdrætt-
inum úr Melabók og í Hallfreðar sögu16 er Vigdís Ólafsdóttir frá
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 53
14 Vatnsdæla saga, bls. 126.
15 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 98.
16 Texti Hallfreðar sögu er varðveittur í sömu Ólafs sögu, Óláfs saga Tryggvason-
ar en mesta, udg. af Ólafur Halldórsson. Editiones Arnamagnæanæ Series A,
vol. 2 (København 1961), bls. 306.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 53