Saga - 2005, Page 54
Haukagili sögð vera kona Þorkels kröflu, en Þorkell krafla er alls
ekki nefndur í Þorvalds þætti Ólafs sögunnar.
Þegar frásögnin í Ólafs sögunni var skoðuð virtist líklegt að hún
hefði orðið fyrir einhverju hnjaski í varðveisluferlinu. Hefðu þá
þessar kvonbænir og kvonfang Þorvalds hugsanlega orðið til vegna
mislestrar í forriti á nafninu Þorkell eða Þorkell krafla sem hefði
verið skammstafað eins og títt er í handritum með Þ. Ranglega
hefði verið leyst úr skammstöfuninni og lesið sem Þorvaldur.17 En
þessi skýring gerir aðeins ráð fyrir svolitlum mistökum. Að þessu
má huga nánar. Þegar texti Ólafs sögunnar er skoðaður vandlega í
ljósi eldri texta um sömu persónur, þ.e. í Vatnsdæluútdrættinum,
Hallfreðar sögu og Kristni sögu, virðist þó sem vísvitandi hafi ver-
ið gerðar umtalsverðar breytingar á Þorvalds þætti í Ólafs sögunni
og meiri en sáust í fljótu bragði.
Hvers vegna voru þær breytingar gerðar í Þorvalds þætti Ólafs
sögunnar að haustboði Kristni sögu og Vatnsdæluútdráttarins var
breytt í brúðkaupsveislu, og Vigdís Ólafsdóttir, kona Þorkels í
Vatnsdæluútdrættinum og Hallfreðar sögu, gerð að brúði Þorvalds
Koðranssonar? Þetta verður enn einkennilegra þegar litið er til þess
að Vigdís hlýtur að hafa verið heiðin eins og faðir hennar sam-
kvæmt sögunni. Samkvæmt kirkjulögum var kristnum mönnum
ekki heimilt að ganga að eiga heiðinn maka. Í frásögninni af
brúðkaupinu er sagt að skáli hafi verið reistur yfir læk, þar sem
tjaldað var milli kristinna og heiðinna, því að „hvorugir vildu öðr-
um samneyta kristnir menn og heiðnir.“18 Þó er ekki nefnt að tjald-
að hafi verið milli brúðar og brúðguma.
Annars staðar í þættinum er þessi vísa:
Hefur börn borið,
biskup níu,
þeirra er allra
Þorvaldur faðir.19
Í henni kemur fram orðrómur eða brigsl um hómósexúalisma Þor-
valds. Vel getur verið að með breytingunni, sem eykur brúðkaupi
og kvonfangi Þorvalds við Þorvalds þátt, sé verið að reyna að hrekja
þennan áburð.
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N54
17 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 95.
18 Óláfs saga Tryggvasonar en mesta, udg. af Ólafur Halldórsson. Editiones Arna-
magnæanæ Series A, vol. 1 (København 1958), bls. 288.
19 Sama heimild, bls. 293.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 54