Saga - 2005, Síða 57
Hrafnkels saga Freysgoða er hins vegar skrifuð um þremur áratug-
um síðar, eftir margvíslegar sviptingar í baráttu höfðingjastéttar-
innar gegn kirkjunni og yfirráðum hennar í staðamálum. Pólitísk
forherðing, næstum því ofstæki, kemur í þeim átökum fram í
sagnarituninni, bæði hjá kirkjunnar mönnum og veraldlegum höfð-
ingjum. Í Hrafnkels sögu er höfðingjavaldið sýnt ennþá einarðara,
afdráttarlausara og miskunnarlausara en fyrr, og fyrirlitningin á
kirkjunnar mönnum er slík að kristni er þar ekki einu sinni nefnd á
nafn.22
Staðamáladeilur 13. aldar virðast nátengdar „falli þjóðveldis-
ins“, þ.e. framsali goðorða höfðingjanna til norska konungsvalds-
ins. Höfðingjarnir áttu lönd sín að verja gegn kirkjunni og hafa sótt
styrk til konungs. Konungur hlaut goðorðin og loforð um skatt, en
virðist hafa lofað höfðingjum á móti stuðningi gegn kirkjunni og
óskertum veraldlegum metorðum sem hirðmönnum og sýslu-
mönnum. Innanlands reyndu höfðingjarnir að styrkja stöðu sína,
m.a. með því að semja sögur og rit og rekja ættir sínar til landnáms-
manna. Um það vitna ýmsar fornsögur og varðveittar Landnámu-
gerðir.23
Á 14. öld komst á ákveðið jafnvægi eða samkomulag á milli ver-
aldlegs og andlegs valds á Íslandi, eins konar „modus vivendi“. Í
Vatnsdalnum endurspeglast þetta í samkomulagi Finnbjarnar, sonar
Sigurðar Þorsteinssonar í Hvammi, við Lárentíus Hólabiskup um
staðinn í Hvammi í Vatnsdal sem lesa má um í Lárentíus sögu.24
Höfðingjastéttin stóð enn sem fyrr vörð um hagsmuni sína og virð-
ingu, þótt gefa þyrfti eftir fyrir valdi kirkjunnar. Það er því á 14. öld
sem texti Vatndælu er „hreinsaður“ af mestu steigurlátunum í garð
kirkjunnar og sögu kristnitökunnar. Þannig gat hann vel sómt sér
enn um sinn og verið til virðingar höfðingjum Húnvetninga.
Útdráttur úr Vatnsdælu, þar sem andkirkjuleg viðhorf höfð-
ingjastéttarinnar eru glögg, var tekinn upp í Melabók Landnámu.
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 57
22 Sveinbjörn Rafnsson, „Um Hrafnkels sögu Freysgoða, heimild til íslenskrar
sögu“, Saga XXXIV (1996), bls. 33–84. Engin furða er að Hrafnkels saga hefur
höfðað til rithöfunda með fasískar eða nasískar hneigðir á 20. öld.
23 Þessar gömlu sviptingar í íslensku samfélagi hafa ríka skírskotun til samtím-
ans. Hvernig koma t.d. hagsmunir valdahópa á Íslandi fram í málflutningi
þeirra og afstöðu til Bandaríkjanna og Evrópusambandsins?
24 Biskupa sögur III. Árna saga biskups, Lárentíus saga biskups, Söguþáttur Jóns Hall-
dórssonar biskups, Biskupa ættir. Íslenzk fornrit XVII. Guðrún Ása Grímsdóttir
gaf út (Reykjavík 1998), bls. 357–358.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 57