Saga - 2005, Síða 60
un Björns að Ólafs saga Gunnlaugs ætti þarna hlut að máli.29 Eitt-
hvert merkilegasta einefnisritið um íslenskar fornsögur frá 20. öld
er án efa doktorsrit Jóns Jóhannessonar um gerðir Landnámabókar
sem út kom 1941. Í því fjallar Jón meðal annars um Kristni sögu,
upphaf hennar og varðveislu. Þó að ég sé ekki ætíð sammála Jóni
þykir mér samt sem rannsóknir hans fái tæplega sanngjarna um-
fjöllun í nýlegri útgáfu af fyrsta bindi Biskupa sagna á vegum Forn-
ritafélagsins. Kristni sögu er skipað sérstakri og sjálfstæðri í upphaf
útgáfunnar með óskoruðum og afdráttarlausum hætti. Ósjálfrátt
verður manni hugsað til þess þegar Landnámabók var tekin á 13.
öld og Sunnlendingafjórðungur hennar höggvinn í tvennt og aftari
hluti hans hafður í upphafi verksins. Þetta er þó alls ekki sambæri-
legt því að útgefendur Biskupa sagna greina skýrt og greinilega frá
uppruna (próveníens) texta Kristni sögu í handritunum. En þar kem-
ur að viðfangsefnunum sem nefnd voru; varðveislu, eðli og stöðu
Kristni sögu sem sögulegrar heimildar frá 13. öld.
Kristni saga er aðeins varðveitt í heild í Hauksbók. Nokkur
álitamál eru um tímatal Kristni sögu. Sigurgeir Steingrímsson, út-
gefandi hinnar nýju útgáfu hennar, tekur þar ákveðna túlkunar-
kosti fram yfir aðra án þess að gera mjög grein fyrir þeim sem hann
hafnar.30 Hér skal gerð nokkur grein fyrir því hvar fast er undir fót-
um í þessum efnum. Innra tímatal Kristni sögu verður aðeins reikn-
að út frá þeim árum sem miðuð eru við Krists burð í sögunni. Þau
ár eru tvö, kristnitökuárið 100031 og dánarár Gissurar biskups
1118.32 Aðrar tímasetningar í Kristni sögu eru miðaðar við þessi ár-
töl. Smíði kirkju í Ási er miðuð við kristnitökuárið, þ.e. „sextán
vetrum áður kristni var í lög tekin á Íslandi“,33 sem verður árið 984.
Byggð Íslands og upphaf kristni á Íslandi er miðuð við andlátsár
Gissurar biskups, svona: „Þá hafði Ísland verið byggt tvöhundruð
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N60
29 Finnur Jónsson, „Óláfs saga Tryggvasonar (hin meiri)“, Aarbøger for nordisk
Oldkyndighed og Historie (1930), bls. 119–138, einkum bls. 123. Bjarni Aðal-
bjarnarson, Om de norske kongers sagaer. Skrifter utgitt av Det Norske Viden-
skaps-Akademi i Oslo II. Hist.-Filos. Klasse 1936. No. 4 (Oslo 1937), bls. 120.
30 Biskupa sögur I. Fyrri hluti — fræði. Íslenzk fornrit XV. Sigurgeir Steingrímsson,
Ólafur Halldórsson og Peter Foote gáfu út. Ritstj. Jónas Kristjánsson (Reykja-
vík 2003), bls. cxxxiv–cxxxvi.
31 Hauksbók udgiven efter de Arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675 4to
[ved Finnur Jónsson og Eiríkur Jónsson] (København 1892–1896), bls. 144.
32 Sama heimild, bls. 147.
33 Sama heimild, bls. 129.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 60