Saga - 2005, Page 61
vetra tólfræð,34 annað í heiðni en annað í kristni. Þá var liðið frá
holdgan vors herra Jesú Christi 1118 ár.”35 Höfundur textans setur
hér fram lítið reikningsdæmi, það er alveg skýrt og engin tilviljun
enda miðað við komu sjálfs frelsarans. Rímfræði og tímatalsreikn-
ingur var ekkert hégómamál fyrir klerklærðum miðaldahöfundum.
Ég hef bent á að ef tvöhundruð tólfræð (þ.e. 240), eins og hlýtur að
hafa staðið í skinnbókinni, eru dregin frá 1118 fæst árið 878. Sam-
kvæmt sömu heimild, þ.e. Hauksbók Landnámu, settist Ingólfur
landnámsmaður að í Reykjavík það ár, eftir að hafa verið í Ingólfs-
höfða árið 875, í Hjörleifshöfða árið 876 og undir Ingólfsfjalli árið
877.36 Með þessu er einungis bent á að tímatalsrammi hins mikla
sögurits sem ég kalla sögugerða Landnámu (þ.e. Landnámu með
landafundasögum, landsfjórðungum í fimm hlutum og Kristni
sögu) er skýr, og að hún er merkileg 13. aldar tilraun í sagnaritun.
Einnig er ljóst að höfundur textans telur að kristni hafi hafist á Ís-
landi árið 998 (1118÷120), þ.e. tveimur árum áður en hann segir að
kristni hafi verið lögtekin á Alþingi. Hann miðar þar við skírn Síðu-
Halls á páskum 998 sem einnig er sagt frá í Kristni sögu Hauksbók-
ar.37 Spyrja má: Hvernig ætla menn að reikna þetta dæmi öðruvísi?
Rímfróðum og lærðum sagnariturum miðalda voru ártöl frá fæð-
ingu Krists heilagt mál og við páskaútreikning var ekki beitt jöfn-
uðum tölum, þar varð að gæta nákvæmni. Hinn einfaldi og augljósi
skilningur á reikningsdæmi textahöfundarins um árin 878, 998 og
1118 breytir engu um önnur ártöl hans frá fæðingu Krists, þ.e. 874
um útkomu Ingólfs38 eða 1000 um lögtöku kristni á Íslandi.39 Text-
inn ætti ekki að þvælast fyrir neinum í þessum efnum.
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 61
34 Jón Erlendsson, afritari Hauksbókar, mun hér hafa mislesið tíræð, en efnisins
vegna hefur hér ekki getað staðið annað en tólfræð. Um það hafa allir útgef-
endur textans verið sammála.
35 Hauksbók, bls. 147.
36 Hauksbók, bls. 7–8, sbr. Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls.
25–26.
37 Hauksbók, bls. 133.
38 Sama heimild, bls. 7.
39 Sama heimild, bls. 144. Í ljósi þessa er ógerningur að sjá hvernig unnt er að telja
að 240 sé „a rounded number on which exact calculations should not be based“,
eins og S. Grønlie, „Sögugerð Landnámabókar“ [Ritdómur], Saga-Book XXVIII
(2003), bls. 120–122, heldur fram. Hún heldur því þar einnig fram að Kristni
saga „states clearly“ að þeir Þorvaldur og Friðrekur biskup „had both been
made outlaws“. Það verður ekki séð af textanum, þar segir einungis að þeim
hafi verið meinuð þingreið, „þar eftir gerðu menn þá seka að heiðnum lög-
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 61