Saga - 2005, Page 62
Kristni saga er aftan við Landnámu í Hauksbók og er geirnegld
saman við hana með tímatalsákvæðum eins og rakið er hér að
framan. Þau tímatalsákvæði verða óskiljanleg ef tengslin við Land-
námu eru rofin. Mergurinn málsins er að Kristni saga er alls ekki
sjálfstætt rit, þótt Jónas Kristjánsson og Sigurgeir Steingrímsson
ýmist fullyrði það eða segi sig hallast að því í útgáfunni.40 Þær
skoðanir fara í bága við vitnisburð handritanna og varðveislu text-
ans. Á þetta órofa samhengi Landnámu og Kristni sögu höfðu þó
fyrri fræðimenn bent. Jón Jóhannesson segir:
Kristni saga hefur aldrei verið til sem sjálfstætt rit … Í rauninni
ætti Kristni saga að fylgja Sturlubók í útgáfum, þar eð þær hafa
upphaflega verið hugsaðar sem eitt samfellt rit og Kristni saga
verður bezt skilin á þann hátt.41
Líku hafa aðrir fræðimenn haldið fram.42 Sögugerð Landnámu með
Kristni sögu er eitt heildstætt sagnarit frá 13. öld eins og varðveisla
í handritum, tímatal, höfðingjatöl og heildarstefna (tendens) í textan-
um sýnir. Þá er það óheppilegt orðalag í útgáfunni að færa greinar-
gerð um fyrri rannsóknir á Landnámu og Kristni sögu undir fyrir-
sögnina „Nokkrar tilgátur um Kristni sögu“, eins og Sigurgeir Stein-
grímsson gerir.43 Þessar fyrri rannsóknir eru nefnilega alls ekki að
öllu leyti „tilgátur“ fremur en rannsókn Sigurgeirs sjálfs í útgáfunni.
Hefur Kristni saga eða efni hennar staðið á eftir Sturlubók Land-
námu? Svo taldi Jón Jóhannesson og benti á tilvísanir og orðréttar
tilvitnanir Árna Magnússonar úr „appendix“ (viðauka) við Land-
námabók á skinni í safni Resens í Kaupmannahöfn. Því miður brann
safn Resens í brunanum mikla 1728. Tilvísanirnar og tilvitnanirnar
koma heim og saman við aðrar uppskriftir á pappír svo langt sem
þær ná. Það var Sturlubók Landnámu sem varðveitt var á skinni í
safni Resens og þetta var eina skinnhandritið með Landnámu í safn-
inu. Jón Jóhannesson segir eftir að hafa rakið þetta: „efni tilvitnan-
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N62
um“, sjá: Hauksbók, bls. 129. Ekkert er þar um útlegð eða skóggang enda gátu
menn orðið sekir án þess að vera dæmdir í útlegð.
40 Biskupa sögur I, bls. v, cxxxv og cxxxix.
41 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 70–71.
42 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 15: „Hún [þ.e. Kristni saga]
er órjúfandi hluti sögugerðrar Landnámu og hefur fylgt henni frá upphafi.“
Um aðra fyrri fræðimenn, sjá t.a.m.: Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnáma-
bók. Kritiska bidrag till den isländska fristatstidens historia. Bibliotheca historica
Lundensis XXXI (Lund 1974), bls. 42–50.
43 Biskupa sögur I, bls. lxiv.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 62