Saga - 2005, Síða 63
anna sýnir, að viðaukinn er ekkert annað en Kristni saga.“ Og enn
kvað hann: „Árni Magnússon var svo glöggur og merkur fræðimað-
ur, að orðum hans má alveg treysta, og eru þau fullkomin sönnun
þess, að Kristni saga hefur komið á eftir Sturlubók í Resensbók.“44
Ég hef ekki efast um þessa niðurstöðu Jóns, enda hef ég sann-
reynt hana af þeim heimildum sem Jón vísar til. Ólafur Halldórsson
hefur hins vegar valið henni heiti kenningar og Sigurgeir Stein-
grímsson telur hana meðal tilgátna.45 Þó er það svo að í sömu rit-
gerð og Ólafur talar um kenningu dregur hann fram enn frekari
vitnisburð til stuðnings niðurstöðu Jóns. Hann prentar þar textatil-
vitnun eftir AM 364 4to, sem ekki var kunnugt um fyrr, sem Árni
hefur eftir skinnbókinni í Resenssafni. Tilvitnunin er greinilega að
mestu samhljóða Kristni sögu í Hauksbók en þó með lesbrigði. Í
þessum texta kemur fram að í Resensbókinni hefur nafn Ara fróða
fallið niður miðað við texta Hauksbókar í upptalningu prestlærðra
höfðingja í tíð Gissurar biskups.46 Jafnframt því sem textinn sýnir
að efni Kristni sögu hefur verið í Resensbók gæti hann vegna les-
brigðisins bent til þess að hin týnda Styrmisbók, sem var heimild
Hauksbókar, hefði þarna haft öðruvísi texta Kristni sögu en Sturlu-
bók. Fleiri dæmi svipaðs eðlis verða fundin eins og ég benti á fyrir
mörgum árum og hef endurtekið fyrir skemmstu. Árni Magnússon
notar aldrei nafnið „Kristni saga“ um efni hennar í Resensbók,
hann kallar það „appendix“ Landnámu. Á þetta var bent rækilega
fyrir löngu, og jafnframt á þann möguleika að einmitt þess vegna
gæti sjálfur titillinn „Kristni saga“ í Hauksbók verið kominn úr
hinni týndu Styrmisbók, þ.e. að Kristni saga hefði verið í Styrmis-
bók.47 Í bókinni „Sögugerð Landnámabókar“ er bent á miklu fleiri
atriði í textunum sem bent gætu í sömu átt: Tímatal Kristni sögu,
lesbrigði í landafundasögum og landnámsfrásögnum og ritstjórn-
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 63
44 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 18.
45 Ólafur Halldórsson, Grettisfærsla. Safn ritgerða. (Reykjavík 1990), bls. 462. Bisk-
upa sögur I, bls. lxiv–lxvii.
46 Ólafur Halldórsson, Grettisfærsla, bls. 463–464. Ég hef verið sakaður um að
minnast ekki á þessa ritgerð Ólafs í riti mínu „Sögugerð Landnámabókar“,
sjá: Grønlie, „Sögugerð Landnámabókar“, bls. 121. Það er rangt, því að til
hennar er þar vitnað og ritgerðasafn Ólafs tilfært í ritaskrá, sjá: Sveinbjörn
Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 21 og 184.
47 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 73. Ólafi Halldórssyni er
þessi möguleiki líka ljós, Ólafur Halldórsson, Grettisfærsla, bls. 464, þótt ekki
geri hann neitt úr honum.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 63