Saga - 2005, Qupperneq 64
aratriði og uppbygging sögugerðrar Landnámu. Mikill vitnisburð-
ur textanna hefur verið dreginn fram, hann er í sjálfu sér hvorki
kenningar né tilgátur, hann er vísbendingar (indicia) sem gætu stutt
ákveðnar hugmyndir um varðveislu og uppruna textanna.48
Þannig hlýtur sögulega-fílólógísk rökleiðsla oft að verða, reynt er
að hafa vísbendingarnar margar og tiltölulega óháðar hverja annarri
til að leiða í ljós einkenni textanna. Með slíkum rökum verða seint
fundnar beinharðar sannanir, hið lengsta sem komast má er kannski
að finna það sem er svo sennilegt að stappar nærri vissu, þ.e. ein-
hvers konar huglæg vissa. En vísbendingarnar eru atriði í textun-
um sem unnið er með og tilvist textanna er hvorki sennileg né hug-
læg. Textarnir eru hinn hlutlægi grunnur, forsenda þeirra rann-
sókna sem menn gera.
Því er það að þegar Árni Magnússon afritar texta og skrifar
hvaðan hann hefur hann þá verður að taka það trúanlegt, enda eru
skrif Árna hvorki kenningar né tilgátur í sjálfu sér. Þó að orðið
„sönnun“ hafi hrotið úr penna Jóns Jóhannessonar um þau er
ástæðulaust að snúast svo öndverður við að láta sem skrif Árna
Magnússonar sé ekki að marka.
Ólafur Halldórsson hefur haldið því fram í hinum nýútkomnu
Biskupa sögum að eina handritið sem sögur fari af að hafi haft Þor-
S V E I N B J Ö R N R A F N S S O N64
48 Því hefur verið haldið fram að í bókinni „Sögugerð Landnámabókar“ sé utan
Landnámabókar og Kristni sögu aðeins minnst á „a small number of texts“,
sjá: Grønlie, „Sögugerð Landnámabókar“, bls. 120. Lausleg athugun gerð í
flýti í neðanmálsgreinum bókarinnar leiðir í ljós eftirfarandi texta sem auk
þess eru sumir til í fjölda gerða:
Grágás, Gottskálksannáll, Konungsannáll, Annales Lundenses, Resensannáll,
Annales vetustissimi, Fateyjarannáll, Lögmannsannáll, Skálholtsannáll,
Grettis saga, Áns saga bogsveigis, Egils saga, Historia de antiquitate regum
Norwagiensium, Sturlunga saga, Þorgils saga og Hafliða, Hrómundar saga
Gripssonar, Hálfs saga og Hálfsrekka, Hversu Noregur byggðist, Göngu-
Hrólfs saga, Laxdæla saga, Heimskringla, Fagurskinna, Karlamagnús saga,
Tveggja postula saga Jóns og Jakobs, Eyrbyggja saga, Njáls saga, Kjalnesinga
saga, Veraldar saga, Yngvars saga víðförla, Jómsvíkinga saga, Jónsbók, Rerum
gestarum Saxonicarum libri III, Gesta Hammaburgensis ecclesiae pontificum,
Gesta Swenomagni regis et filiorum eius et passio gloriosissimi Canuti regis
et martyris, Vatnsdæla saga, Auðunarregistur, AM 1812 4to, Rímtöl og páska-
tafla, Fóstbræðra saga, Víglundar saga, Orkneyinga saga, Vilkinsbók, Martin-
us saga, Þorláks saga, AM 237 fol., Norska hómilíubókin, Helgisagan um Ólaf
Haraldsson, Samningur Ólafs helga og Íslendinga, Þiðreks saga af Bern,
Eddukvæði, Chronicon Roskildense, Hungurvaka, Þórðar saga hreðu, Þor-
steins þáttur uxafóts, Uppsalabók Snorra Eddu.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 64