Saga - 2005, Síða 65
valds þátt sérstakan sé Resensbók Landnámu. Hann getur sér þess
síðan til að texti Þorvalds þáttar í pappírshandritinu AM 552 kα 4to
sé ættaður úr Resensbók.49 Þessi síðastnefnda tilgáta er vel kunn, ég
taldi hana fyrir meira en þrjátíu árum „fremur líklegan mögu-
leika“.50 Forsenda tilgátunnar hjá Ólafi er hins vegar hæpin því að
engar heimildir eru fyrir því að Þorvalds þáttur hafi verið sérstak-
ur í Resensbók. Þar hefur að sögn vissulega verið Þorvalds þáttur
en ekkert stendur um það að hann hafi verið þar sérstakur. Þegar
ég skoðaði nánar þennan „líklega möguleika“ minn þarna fyrir
löngu varð mér ljóst að hann fékk ekki staðist. Gegn honum mælir
að mikill og órækur vitnisburður er til um það að efni Kristni sögu
hafi fylgt Landnámu í Resensbók eins og rakið hefur verið. Sam-
kvæmt heimildum frá Árna Magnússyni segir margoft að „appen-
dix“ (viðauki), nær samhljóða Kristni sögu, hafi staðið á eftir Land-
námu í Resensbók, en þó segir hann einu sinni að Þorvalds þáttur
víðförla hafi staðið á eftir Landnámu í Resensbók. Hvernig má það
vera? Sennilegasta skýringin er sú að Þorvalds þáttur stendur í
upphafi Kristni sögu og það efni Kristni sögu sem fylgt hefur Land-
námu í Resensbók hefur einmitt hafist á Þorvalds þætti.51
Það er ekkert sennilegra að Þorvalds þáttur í AM 552 kα 4to sé
úr Resensbók Sturlubókar en úr einhverju glötuðu handriti Ólafs
sögu Tryggvasonar, t.d. úr handriti glataðrar Ólafs sögu Tryggva-
sonar sem Þórður Jónsson í Hítardal virðist hafa haft undir hönd-
um þegar hann gerði Þórðarbók Landnámu úr garði.52 Því miður er
allt óvíst um uppruna Þorvalds þáttar í AM 552 kα 4to.
Uppruni Kristni þátta og Kristni sögu
Svo sem áður er getið hefur fræðimönnum þótt sá vitnisburður sem
Björn M. Ólsen dró fram benda til þess að Ólafs saga Tryggvasonar
eftir Gunnlaug Leifsson væri meðal heimilda Kristni sögu. Í byrjun
12. aldar ritaði Ari fróði lýsingu á kristnitöku á Íslandi meira en
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 65
49 Biskupa sögur I, bls. clxv–clxvii.
50 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 40, nmgr. 5, „en tämligen
sannolik möjlighet“, sbr. bls. 236.
51 Á þessa skýringu var bent fyrir löngu, sjá: Sveinbjörn Rafnsson, Studier i
Landnámabók, bls. 22, sbr. bls. 72–73.
52 Lengi hefur verið ljóst að Þórður hafði handrit af Ólafs sögu Tryggvasonar hinni
mestu sem nú virðist týnt, sjá: Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 30;
Skarðsárbók, bls. xliii; Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 32–33.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 65