Saga - 2005, Síða 67
Sigurgeir telur að Heimskringla sé heimild Kristni sögu.58 Ólaf-
ur segir hins vegar: „Ekki verður séð að Kristni saga styðjist við
Heimskringlu, enda þótt sama orðafari bregði fyrir í báðum, held-
ur mun hitt að bæði ritin styðjist við sömu heimildina, sem væntan-
lega hefur verið Ólafs saga Gunnlaugs munks.“59
Mér er nokkur ráðgáta hvernig Sigurgeir getur haldið því fram
að Kristni saga sé svo frumlegt og upphaflegt sagnarit. Fyrri fræði-
menn sem um söguna hafa fjallað, allt frá 19. öld, hafa talið sig sjá
á henni ótvíræð einkenni miðaldasagnarits þar sem stuðst sé við
eldri ritaðar heimildir, sem þeir hafa bent á, enda er sögutími
Kristni sögu a.m.k. 250–100 árum fyrir daga höfundar hennar. Um
alla Norðurálfu á miðöldum sömdu menn sagnarit upp úr sagna-
ritum, oft með mikilli fylgispekt við fyrra kennivald (auctoritas) og
heimildir. Kristni saga og efni hennar er þar engin undantekning.
Þá telur Sigurgeir að ekki fái staðist að telja Gunnlaug munk
heimildarmann Kristni sögu, ef svo er sem virðist að í Þorvalds
þætti Ólafs sögunnar miklu sé yngri og breytt gerð frásagnarinnar
um atburði á Haukagili miðað við Kristni sögu. Ef Hauka-
gilsatburðirnir eru frátaldir sé Gunnlaugs aðeins getið sem heimild-
armanns í tengslum við kristniboðið í frásögninni af Mána einsetu-
manni og í Svaða þætti.60 Röksemdir Björns M. Ólsens fyrir því að
Þorvalds þáttur hafi staðið í glataðri Ólafs sögu Gunnlaugs virðast
Sigurgeiri ekki standast nánari skoðun.61
Þessar ályktanir eru ekki að öllu leyti rökheldar. Ólafs sagan
mikla er miklu yngra verk en Ólafs saga Gunnlaugs, en hún styðst
við Ólafs sögu Gunnlaugs og við verki Gunnlaugs hefur vissulega
verið hróflað í henni. Það hefur lengi verið ljóst. Ályktanir Sigur-
geirs byggjast hins vegar á því að tilvísanir til Gunnlaugs munks í
Ólafs sögunni miklu, um atburði á Haukagili, um Mána einsetu-
mann og um kirkjubyggingu Þorvarðs Spak-Böðvarssonar að Ási í
Hjaltadal, sé ekki að marka, þær séu tilbúningur. Engin tilraun er
þó gerð til að rengja tilvísanirnar efnislega með rökum. Ekki verða
VAT N S D Æ L A S Ö G U R O G K R I S T N I S Ö G U R 67
58 Biskupa sögur I, bls. cxxx.
59 Sama heimild, bls. cci–ccii. Ólafur vitnar einnig til Björns M. Ólsens um þetta.
Svipuð skoðun kemur fram í: Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar,
bls. 133–137, þar sem varpað er ljósi á þetta með nokkrum textadæmum. Þó
er þar ekki talið að hin sameiginlega heimild sé Ólafs saga Gunnlaugs heldur
yngri Ólafs saga runnin frá henni.
60 Biskupa sögur I, bls. lxxxvii.
61 Sama heimild, bls. cxxix.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 67