Saga - 2005, Síða 71
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N
Sala Skálholtsjarða
Fyrsta uppboð ríkiseigna á Íslandi, 1785–1798
Sala jarðeigna biskupsstólanna við lok 18. aldar og á fyrstu árum hinnar 19.
var fyrsta umtalsverða sala ríkiseigna á Íslandi. Markmið hennar var að
koma fjárhag stólanna á fastan grundvöll og auka um leið sjálfsábúð í land-
inu, því að ráðamenn þóttust þess fullvissir að sjálfseignarbændur nýttu
jarðir sínar betur en leiguliðar. Hér er kannað hvernig tókst til við sölu um
helmings þessara jarða, þ.e. jarðeigna Skálholtsstóls, en flestar þeirra voru
boðnar upp á árunum 1785–1798. Leitað verður svara við því hverjir keyptu
jarðirnar, hvernig kaupendunum hélst á jörðunum og hvort stólsjarðasalan
ýtti undir jarðasöfnun stórlandeigenda eða jók sjálfsábúð til langframa á Ís-
landi.*
„Til þess að skilja hvernig á þessum ofsa hefir staðið verðum vér að
hugleiða, að á seinni hluta ennar fyrri aldar fór að vakna fyrst um-
hyggja fyrir líkamligri velmegun þjóðanna og framför í handiðn-
um, kunnáttu, verzlun o.fl.“, varð Jóni Sigurðssyni að orði í grein
um skóla á Íslandi sem hann birti í öðru bindi Nýrra félagsrita. Til-
efni ummælanna var sala jarðeigna biskupsstólanna tveggja, Skál-
holts og Hóla, en þær voru boðnar upp á nokkrum árum undir lok
18. aldar og við upphaf hinnar 19. í fyrstu umtalsverðu sölu ríkis-
eigna á Íslandi. Hugmyndin hér að baki var nokkuð svipuð og
heyrist oft þegar ríkisfyrirtæki eru sett á markað nú um stundir, en
vísindamönnum 18. aldar varð, að sögn Jóns Sigurðssonar, tíðrætt
um „hversu frelsi atvinnuveganna er nauðsynligt til að ná framför
í þeim; hversu að frelsi þetta er einmitt innifalið í því, að sem flest-
um sé gefinn kostur á að geta eignast og farið sjálfur með eign sína
einsog manni finnst sér sjálfum haganligast, meðan hann gjörir
engum órétt“. Þótt Jón tæki undir þessi samfélagsviðhorf frjáls-
lyndisstefnunnar var hann þó ekki fyllilega sáttur við sölu stóls-
jarðanna sem slíka. Hér var farið með alltof miklu flaustri, fannst
Saga XLIII:2 (2005), bls. 71–97.
* Greinin er byggð á aldarfjórðungsgamalli námsritgerð sem ég skrifaði í nám-
skeiði Önnu Agnarsdóttur, Ísland og umheimurinn 1785–1820, sem hún kenndi
við Háskóla Íslands á haustmisseri 1980. Þakka ég henni gagnlegar athuga-
semdir við ritgerðina.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 71