Saga - 2005, Page 72
honum, því að þegar slíkar eignir eru boðnar upp verður að gæta
þess að selja ekki
svo ódt, að maður hleypi jarðaverðum stiptananna niður und-
ir það, sem er eðliligt verð fasteigna á hverri tíð, því þó marg-
ir einstakir menn og landið allt hafi ábata á því að efnunum til,
þá verður ekki greiðgengið að, að leggja á alþýðu gjald til
stiptunarinnar, þegar hún kemst í þrot …1
Að baki þessari gagnrýni Jóns lá annars vegar sú trú að þegar á
reyndi væri löndum hans ekki treystandi til að fjármagna menning-
ar- og menntastofnanir landsins með sómasamlegum hætti, og því
væri mikilvægt að biskup og latínuskóli hefðu fastar tekjur af eigin
fasteignum. Hins vegar þótti honum fjárstjórn dönsku stjórnarinnar
Íslendingum óhagkvæm. Hið fyrra byggðist á biturri reynslu Jóns,
því að samtímamenn hans íslenskir sýndu sjaldnast mikið örlæti
þegar kom að opinberum fjárútlátum til mennta- og menningarmála.
Hið síðara var aftur á móti algengt stef í sjálfstæðisbaráttunni, enda
var stólsjarðasalan gjarnan höfð til merkis um óstjórn Dana á Íslandi
og flumbrugang stjórnarinnar í málefnum þjóðarinnar. „Þessar þjóð-
eignir vóru nú aleiga landsins, en nú og síðan var mikill þorri þeirra
seldr í fumi og ekki fyrir hálfvirði“, segir t.d. Guðbrandur Vigfússon,
þá styrkþegi Árnasafns í Kaupmannahöfn, um sölu opinberra jarða í
grein í Nýjum félagsritum árið 1861, og bætir við: „Þetta varð þó ærið
fé, er inn kom, en allt það tók stjórnin í sinn sjóð, og hefir síðan aldrei
gjört landinu full skil fyrir, hvorki rentum né höfuðstól.“2
Slíkar skoðanir voru lengi ríkjandi í íslenskri sagnaritun, enda
var það lenska meðal íslenskra sagnfræðinga að finna stjórn Dana
á Íslandi flest til foráttu. Þorkatli Jóhannessyni prófessor sýndist
þannig það „ísjárverð ráðstöfun“ að ráðast í sölu Skálholtsjarða á
tímum einnar mestu atvinnukreppu Íslandssögunnar, en stjórnin
hafi gripið til þessa örþrifaráðs í því skyni „að sneiða hjá því, að
konungssjóður biði halla“ vegna móðuharðindanna. Hann viður-
kenndi þó að aðrar hvatir kunni að hafa legið að baki þessum að-
gerðum stjórnarinnar en ábatavonin ein, því að með þeim hafi einn-
ig verið ætlunin að bæta kjör íslenskrar bændastéttar, auka sjálfs-
ábúð og draga úr kvöðum á leiguliða.3 Á síðustu árum hafa viðhorf
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N72
1 Jón Sigurðsson, „Um skóla á Íslandi“, Ný félagsrit 2 (1842), bls. 130–132.
2 G[uðbrandur] V[igfússon], „Um sjálfsforræði“, Ný félagsrit 21 (1861), bls. 110.
3 Þorkell Jóhannesson, Saga Íslendinga VII. Tímabilið 1770–1830 (Reykjavík 1950),
bls. 162–165. — Björn Teitsson segir svipaða sögu í Eignarhald og ábúð á jörðum
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 72