Saga - 2005, Side 73
í garð stólsjarðasölunnar mildast meðal íslenskra sagnfræðinga og
sjónum hefur verið beint að jákvæðari hliðum hennar. Björn Þor-
steinsson og Bergsteinn Jónsson segja t.a.m. í yfirlitsriti sínu um Ís-
landssögu að þorri Skálholtsjarða hafi verið seldur bændum um
1790, og þar hafi ráðið ferð danskir bændavinir sem vildu létta
álögum af starfsbræðrum sínum á Íslandi,4 og undir þetta hefur
verið tekið í öðrum nýlegum ritum.5
En þótt ýmislegt hafi verið skrafað um sölu stólsjarðanna hafa
sagnfræðingar ekki lagt sig eftir því að rannsaka hana ofan í kjöl-
inn.6 Þetta stafar ekki af heimildaskorti, því að gögn um stóls-
jarðasöluna í skjalasöfnum eru bæði mikil að vöxtum og tiltölu-
lega aðgengileg. Álit manna á þessum aðgerðum hefur þar af leið-
andi fremur byggst á yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, eins og
þau birtust í reglugerðum og auglýsingum, eða á óraunsæjum
hugmyndum um verðmæti eignanna,7 en á því hvernig tókst til
við söluna í raun. Til að bæta úr skorti á upplýsingum um raun-
verulegan árangur stólsjarðasölunnar verður tæpur helmingur
hennar tekinn til athugunar hér, þ.e. sala jarða Skálholtsstóls á ár-
unum 1785–1798, með það í huga að kanna tilgang jarðasölunnar
og meta hvernig til tókst. Rannsóknin nær einungis til jarða Skál-
holtsstóls, enda þótt Hólastóll hafi verið heldur ríkari af jarðeign-
um af stólunum tveimur, m.a. vegna þess að aðgengilegar heim-
ildir eru til um eignarhald á fyrrverandi jörðum Skálholts
nokkrum árum eftir að salan fór fram, en það á ekki við um Hóla-
jarðir.8 Þetta er mikilvægt þegar kemur að því að meta árangur
jarðasölunnar þegar til lengri tíma er litið, eins og síðar verður
vikið að.
S A L A S K Á L H O LT S J A R Ð A 73
í Suður-Þingeyjarsýslu 1703–1930. Sagnfræðirannsóknir 2 (Reykjavík 1973), bls.
96–97.
4 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssaga til okkar daga (Reykjavík
1991), bls. 256.
5 Sjá t.d. Íslenskur söguatlas II. Frá 18. öld til fullveldis. Ritstj. Árni Daníel Júlíusson,
Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson (Reykjavík 1992), bls. 52–53.
6 Undantekning hér á er könnun Gísla Magnússonar á sölu Hólajarða í Skaga-
firði, sjá: Gísli Magnússon „Sala Hólastólsjarða í Skagafirði 1802“, Skagfirðinga-
bók 5 (1970), bls. 95–164.
7 Sbr.: Jón Sigurðsson, „Um fjárhagsmálið“, Ný félagsrit 22 (1862), bls. 74–77.
8 Þetta eru jarðabækur sem teknar voru um allt landið á árunum 1801–1805, sjá:
ÞÍ. Rtk. Jarðabækur V, nr. 1–22.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 73