Saga - 2005, Side 74
Orsakir jarðasölunnar
Í ódagsettri reglugerð um sölu Skálholtsjarða frá árinu 1785, sem
liggur í skjölum landsnefndarinnar síðari, skýra stjórnvöld í stuttu
máli frá markmiðum sínum með stólsjarðasölunni. Í fyrsta lagi var
ætlun þeirra að koma fjármálum stólsins á fastari grundvöll en ver-
ið hafði því að jarðeignir höfðu ekki reynst traustur grunnur fyrir
fjárhag biskupsembættisins og stólsskóla í hörðu árferði 18. aldar.
Um þetta segir svo í reglugerðinni:
bæði eðli málsins og reynsla síðustu 200 ára, sem sést af ítrek-
uðum kvörtunum úr öllum áttum, hefur sannfært oss um það
að mjög skaðlegt og óhagkvæmt er að reka opinberar stofnan-
ir af þessum toga fyrir óvissar tekjur af jarðeignum …9
Með jarðasölunni var því ætlunin að koma til móts við þarfir bisk-
upsins, sem hafði kvartað sáran yfir tekjumissi vegna harðinda og
fjárkláða á síðari hluta 18. aldar, og þá ekki síst í móðuharðindum.10
Í öðru lagi vildu stjórnvöld auka sjálfsábúð á Íslandi með sölu stóls-
jarðanna og efla með því framfarir í búnaði Íslendinga. Þetta var
stutt þeim rökum að sjálfsábúð væri allajafna hentugri fyrir efna-
hag landa en leiguábúð, því að, svo vitnað sé í áðurnefnda reglu-
gerð um jarðasöluna, „leiguliðinn ræktar aldrei jörð sína jafn vel og
sá sem situr sömu jörð með fullum eignaryfirráðum og erfða-
rétti“.11 Hugmyndin var vitanlega sú að fullur eignarréttur yfir
ábýlisjörðum hvetti bændur til framkvæmda og umbóta, því að
hann tryggði að bændurnir sjálfir og erfingjar þeirra nytu þess
hagnaðar sem hlaust af þeim jarðabótum sem þeir lögðu út í. Trúin
á sjálfsábúð var reyndar ein forsenda efnahagsstefnu danskra
stjórnvalda á ofanverðri 18. öld og kom hún fram í ýmsum öðrum
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N74
9 ÞÍ. Skjöl landsnefndarinnar síðari, Bréf nr. 31. Á frummálinu hljómar tilvitn-
unin svo: „baade Sagens naturlige Beskaffenhed og Erfarenhed som udj 200
Aar haver viist paa alle Sider iderlige Klager, haver Os overbeviist om at det
er meget skadeligt og ubequemt at lade bestaae saadan en publici Stiftelses
Indkomster i uvisse Jordegods Indtægter …“
10 Slæmar heimtur landsskulda koma skýrt fram í reikningshaldi stólsins á
árum móðuharðinda, sbr. ÞÍ. Stm., III-204. „Regning for Skalholts Bispestoels
Oeconomie fra Fardag 1784 til Fardag 1785“; sjá einnig: Páll E. Ólason og Þor-
kell Jóhannesson, Saga Íslendinga VI. Tímabilið 1701–1770 (Reykjavík 1953), bls.
345–352. — Þorkell Jóhannesson, Saga Íslendinga VII, bls. 139–151.
11 „Leylændingen aldrig saa godt dyrker sin underhavende Jord, som den der
besidder samme med fuld Eyendom og Arverettighed“.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 74