Saga - 2005, Page 75
aðgerðum þeirra í Íslandsmálum á þessum árum.12 Þetta var ekki
ný hugmynd, því að í erindisbréfi landsnefndarinnar fyrri frá árinu
1770 var lagt til að nefndin kannaði hvort ekki væri þénanlegt fyrir
framfarir landsins að selja opinbert góss, en ekkert varð þó úr fram-
kvæmdum í það sinn.13 Augljósasta leið stjórnarinnar til að draga
úr leiguábúð var að selja jarðeignir ríkis og kirkju á Íslandi. Ástæð-
an fyrir þessu var ekki síst sú að konungur og kirkja voru langum-
svifamestu landeigendur á Íslandi á 17. og 18. öld, en ríflega helm-
ingur jarðeigna mun hafa verið í opinberri eigu á þessum tíma.14
Slíkar jarðir gátu eðli málsins samkvæmt ekki verið í sjálfsábúð og
því var kjörið að selja þær ábúendum ef fjölga átti sjálfseignar-
bændum. Það að sala opinberra jarðeigna hófst með uppboðum á
jörðum Skálholtsstóls helgaðist aftur á móti af því að fjárhagur
stólsins var ekki aðeins kominn í þrot á þessum tíma vegna móðu-
harðinda, heldur neyddust stjórnvöld til að endurskoða framtíð
biskupssetursins eftir að nær öll hús í Skálholti höfðu hrunið í mikl-
um jarðskjálfta árið 1784.15 Hagkvæmasta lausn vandans var, að
mati stjórnarinnar, að leggja Skálholtsstól niður og flytja embættið
til Reykjavíkur. Um aldamótin 1800 fór Hólastóll sömu leið þegar
stofnað var eitt biskupsembætti fyrir landið allt með aðsetur í
Reykjavík. Þessar breytingar voru liður í tilraunum stjórnarinnar til
að koma á einni miðstöð stjórnvalds á Íslandi, sem átti þar með að
þjóna sem höfuðstaður hjálendunnar, en þessi viðleitni kom einnig
fram í flutningi Alþingis frá Þingvöllum árið 1799, afnámi þess með
stofnun Landsyfirréttar í Reykjavík árið 1801 og flutningi stiftamt-
manns til Reykjavíkur árið 1806.16
S A L A S K Á L H O LT S J A R Ð A 75
12 Sjá t.d. umsögn Rentukammers vegna skipunar jarðamatsnefndarinnar á Ís-
landi árið 1800, Lovsamling for Island VI (Kaupmannahöfn 1856), bls. 453.
13 „Instruction for den islandske Landcommission“, 22. maí 1770, Lovsamling for
Island III (Kaupmannahöfn 1854), bls. 672.
14 Skálholtsstóll átti 7,2% jarða á Íslandi við lok 17. aldar og Hólastóll 8%, sbr.:
Björn Lárusson, Islands jordebok under förindustriell tid. Skrifter utgivna av
ekonomisk-historiska föreningen XXXV (Lundi 1982), bls. 37.
15 Sbr. Jón Helgason, Hannes Finnsson biskup í Skálholti (Reykjavík 1936), bls.
149–151.
16 Sjá: Þorkell Jóhannesson, Saga Íslendinga VII, bls. 103–126. — Jónas Gíslason,
„Kirkjuleg yfirstjórn á Íslandi flyzt til Reykjavíkur“, Reykjavík miðstöð þjóðlífs.
Helgi Þorláksson og Kristín Ástgeirsdóttir sáu um útg. (Reykjavík 1978, 2.
útg.), bls. 62–78. — Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism. Den regionala för-
valtningen på Island 1770–1870 (Gautaborg 2003), bls. 63–65.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 75