Saga - 2005, Page 78
miklu hærra verð, eins og t.d. Ferjunes í Stokkseyrarhreppi sem
seldist á 338 rd. 32 sk. með fjórum kúgildum, eða fyrir 12 rd. 64 sk.
hvert hundrað.24
Magnús Stephensen, þá laganemi við háskólann í Kaupmanna-
höfn og skrifari í Rentukammeri, en síðar lögmaður norðan og vest-
an og síðast fyrsti dómstjóri Landsyfirréttar, stjórnaði uppboðun-
um á flestum jarða Skálholtsstóls.25 Erfitt virðist að ásaka hann um
augljósa hlutdrægni þótt ýmsir honum tengdir hafi verið áberandi
við jarðakaupin.26 Má í því sambandi taka dæmi af uppboðum í
heimabyggð hans, Sveitunum sunnan Skarðsheiðar, en þar var víða
óvenju kappsamlega boðið. Hvergi var keppnin þó harðari en um
jarðirnar Bekanstaði og Klafastaðagrund í Skilmannahreppi,27 en
fyrri jörðin var metin til 10 hundraða en hin síðari á 2½ hundrað
samkvæmt fornu mati.28 Í Klafastaðagrund buðu hver á móti öðr-
um feðgarnir þrír, Ólafur Stefánsson og synir hans Stefán og Magn-
ús Stephensen — Magnús og Stefán þó í umboði annarra — en í
Bekanstaði þeir Magnús og Ólafur, Magnús aftur í umboði annars
manns. Þrátt fyrir vensl keppinautanna, og augljósa hagsmuna-
árekstra uppboðshaldarans, fóru boðin þó þannig að lokum að báð-
ar jarðirnar seldust á nálægt 10 rd. fyrir hvert hundrað, eða langt
yfir meðalverði jarða í þessum sveitum.29
Jarðasalan hófst samkvæmt áætlun sumarið 1785, en hún gekk
þó heldur dræmt í byrjun nema helst í Gullbringusýslu og Borgar-
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N78
virðist hæst hafa verið greitt fyrir Hólastað sjálfan, rúmlega 41 rd. fyrir hvert
hundrað á meðan allmargar jarðir seldust fyrir minna en 4 rd. hvert hundrað,
sjá: Gísli Magnússon, „Sala Hólastólsjarða“, bls. 161–162.
24 ÞÍ. Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephensens til stiftamtmanns 25. ágúst 1788.
25 Sbr.: „Rentekammerets Instruction for Magnus Stephensen, som Commisari-
us ved Salget af Skalholts Bispestols Jordegods“, 29. apríl 1785, Lovsamling for
Island V (Kaupmannahöfn 1855), bls. 175–181. Um ævi Magnúsar, sjá: Ingi
Sigurðsson, Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens (Reykjavík 1996), bls.
11–22.
26 Dæmi eru þó um að Stefánungar hygluðu sínu fólki, sbr. sölu jarðarinnar Út-
hlíðar í Biskupstungum, sbr.: Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls.
168–170.
27 ÞÍ, Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephensens til stiftamtmanns, 25. ágúst 1788.
28 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV (Kaupmannahöfn 1925–1927),
bls. 45 og 116.
29 Ólafur amtmaður fékk Klafastaðagrund á 10 rd. 6 sk. hvert hundrað, en
Magnús Bekanstaði, í umboði Péturs Jónssonar, bónda á Hvammi í Kjós, fyrir
9 rd. 12 sk. fyrir hundraðið.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 78