Saga - 2005, Page 83
ús að öllu leyti, því að mannslán voru af einhverri ástæðu hvergi
reiknuð inn í verð Skálholtsjarða í Borgarfjarðarsýslu, enda þótt
þeim öllum hafi fylgt kvaðir um skipsáróður á Akranesi samkvæmt
fornri venju.43 Eins gátu eigendur jarðanna bent á að konungur
afnam ekki beinlínis mannslán af eigin jörðum þegar bátar konungs
voru seldir og útgerð á hans vegum aflögð árið 1787, heldur breytti
stjórnin þeim í peningagreiðslur. Og það er allsendis óvíst að leigu-
liðum í peningalausu landi hafi hentað betur að greiða slíkar álög-
ur í beinhörðum peningum en í fríðu með því að róa á báti lands-
drottins.44
Kaupendur Skálholtsjarða
Af gögnum um jarðasöluna má ráða að vilji stjórnvalda til að auka
sjálfsábúð gekk ekki fyllilega eftir, þótt ekkert sé hægt að fullyrða
um hvað stjórnin taldi viðunandi árangur hvað þetta varðar. Í það
minnsta er ljóst að mikill minnihluti seldra Skálholtsjarða (tæpur
þriðjungur) lenti í höndum þeirra sem leigðu þær við söluna, en
rúmlega tvær af hverjum þremur jarðanna voru keyptir af öðrum.
Tafla 2
Seldar Skálholtsjarðir 1785–1798 flokkaðar eftir kaupendum.
Leiguliðar Aðrir
Sýsla Fjöldi % Fjöldi % Alls
Rangárvallasýsla 10 34,5 19 65,5 29
Árnessýsla 69,5 33,6 137,5 66,4 207
Gullbringusýsla 4 44,4 5 55,6 9
Kjósarsýsla 0 0,0 2 100,0 2
Borgarfjarðarsýsla 4 11,4 31 88,6 35
Mýrasýsla 1 100,0 0 0,0 1
Strandasýsla 0,5 25,0 1,5 75,0 2
Þingeyjarsýsla 1 100,0 0 0,0 1
90 31,5 196 68,5 286
Heimildir: ÞÍ. Stm. III-204. „Contra Bog“ og bréf Magnúsar Stephensens til stift-
amtmanns.
S A L A S K Á L H O LT S J A R Ð A 83
43 Sbr.: Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns IV.
44 „Kongelig Resolution ang. Beregningen af Jordafgifter og Skatter“, 13. júní
1787. Lovsamling for Island V (Kaupmannahöfn 1855), bls. 470–474, sbr. tilskip-
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 83