Saga - 2005, Page 84
Tafla 2 segir þó ekki alla söguna um aukningu sjálfsábúðar við sölu
Skálholtsjarða, því að allmargir leiguliðar sem bjuggu annars stað-
ar notuðu sér tækifærið sem bauðst til að kaupa aðrar jarðir, sem
þeir fluttust síðan á og gerðust þar með sjálfseignarbændur. Sem
dæmi um það má nefna Arnodd Andrésson, bónda og leiguliða
Skálholtsbiskups á Jötu í Hrunamannahreppi (Ytra-Hreppi) í Ár-
nessýslu, en hann keypti ekki ábýlisjörð sína, heldur nágrannajörð-
ina Kotlaugar á uppboði árið 1790 og rúmum áratug síðar bjó hann
þar sem sjálfseignarbóndi. Með samanburði á gögnum um sölu
Skálholtsjarða í skjalasafni stiftamtmanns og jarðabókum í
Rentukammerssafni frá upphafi 19. aldar má sjá a.m.k. 17 önnur
dæmi um slíka flutninga,45 og þau kunna reyndar að hafa verið
fleiri því að allmargir kaupendur Skálholtsjarða voru sjálfsagt látn-
ir þegar jarðabækurnar voru gerðar og aðrir höfðu misst þær í
hendur annarra.46 Erfitt er því að geta sér til um með nokkurri vissu
hversu stór hluti Skálholtsjarða var í sjálfsábúð um einhvern tíma
eftir jarðasöluna, en hlutfall þeirra lá sjálfsagt einhvers staðar á bil-
inu þriðjungur til helmingur þeirra jarða sem seldar voru.
Sú hætta fylgir jafnan umfangsmikilli sölu ríkiseigna að efna-
menn noti sér tækifærið til að styrkja samfélagsstöðu sína enn
frekar, enda hafa þeir oft bolmagn til að yfirbjóða efnaminni kaup-
endur. Þetta var nokkuð rætt við sölu íslenskra ríkisbanka á
árunum 2002–2003, en ýmsir stjórnmálamenn vildu tryggja
dreifða eignaraðild við söluna, m.a. til þess að koma í veg fyrir
það sem þeir töldu óæskilega samþjöppun valds.47 Dönsk stjórn-
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N84
un með sama heiti, 29. júlí 1779. Lovsamling for Island IV (Kaupmannahöfn
1854), bls. 503–509.
45 Sjá ÞÍ. Stm. III-204. „Contra Bog“ og ÞÍ. Rtk. Jarðabækur V, 5 (Rangárvalla-
sýsla 1803), 7 (Árnessýsla, 1803), 8 (Gullbringusýsla, 1803), 9 (Kjósarsýsla,
1801), 10 (Borgarfjarðarsýsla, 1804), 11 (Mýrasýsla, 1804), 17 (Strandasýsla,
1805) og 22 (Þingeyjarsýsla, 1805).
46 Dæmi um hið síðastnefnda voru jarðirnar Mástungur (Gnúpverjahreppi),
Arnarstaðir (Hraungerðishreppi), Tunga (Gaulverjabæjarhreppi) og Eystri
Loftsstaðir (Gaulverjabæjarhreppi), en árið 1803 voru upphaflegir kaupendur
þessara jarða orðnir leiguliðar aftur samkvæmt jarðabók; sjá ÞÍ. Stm. III-204,
„Contra Bog“ og ÞÍ. Rtk. Jarðabækur V, 7.
47 Sjá t.d.: Utandagskrárumræða á Alþingi 3. okt. 2002, Vef. „Krafa um dreifða
eignaraðild við sölu á hlut ríkisins í ríkisbönkunum“, http://www.althingi.
is/altext/128/10/l03103319.sgml., sótt 21. júní 2005. — „Stjórnarandstæðing-
ar kalla eftir dreifðri eignaraðild“, Morgunblaðið 4. okt. 2002.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 84