Saga - 2005, Page 85
völd voru greinilega svipaðs sinnis þegar gengið var til sölu Skál-
holtsjarða, því að í söluauglýsingu Rentukammers var sérstakt
ákvæði sem meinaði öllum, „hver sem helzt vera kynni, meira að
kaupa en 1½ hundrað jarðarhundruð“.48 Þetta markmið stjórn-
valda virðist að mestu hafa gengið eftir, a.m.k. dreifðust jarðirnar
á mjög marga kaupendur og enginn einn einstaklingur komst yfir
gríðarlegan fjölda jarða við söluna.
Tafla 3
Kaupendur Skálholtsjarða flokkaðir eftir fjölda jarða á hvern kaupanda.
Fjöldi jarða á hvern kaupanda Fjöldi kaupenda % Jarðir %
≤ 1 191 85,3 183 63,8
2 17 7,6 34 11,8
3 8 3,6 24 8,4
4+ 8 3,6 46 16,0
224 100,1 287 100,0
Heimild: Sjá töflu 2.
Aths.: Kaupum Hannesar Finnssonar og ekkju hans, Valgerðar Jónsdóttur, ann-
ars vegar og kaupum Jóns sýslumanns Jónssonar á Móeiðarhvoli og ekkju hans,
Sigríðar Þorsteinsdóttur, hins vegar er slegið saman í töflunni en báðar ekkjurn-
ar keyptu jarðir að eiginmönnum sínum látnum.
Af töflu 3 má ráða að töluverður fjöldi einstaklinga nýtti sér tæki-
færið sem bauðst með sölu Skálholtsjarða. Yfirgnæfandi meirihluti
kaupenda keypti aðeins eina jörð eða jarðarbút, en nokkrir efna-
menn nýttu sér þó tækifærið til að bæta allverulega við jarðeigna-
safn sitt. Innbyrðis tengsl stórkaupenda eru einnig athyglisverð, en
í hópi stærstu kaupendanna voru, eins og við mátti búast, nokkrir
af helstu embættismönnum landsins.
S A L A S K Á L H O LT S J A R Ð A 85
48 „Rentekammer-Plakat“, bls. 151. Ekki er fyllilega ljóst hvort miðað er við lítið
(100) eða stórt (120) hundrað í þessum skilmálum, þ.e. hvort hámark keyptra
jarða var 150 eða 180 jarðarhundruð, en þar sem hundraðareikningar í jarða-
mati miðuðust við stórt hundrað (120 álnir jafngiltu einu hundraði) er síðari
talan allt eins líkleg.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 85