Saga - 2005, Side 86
Tafla 4
Tíu stærstu kaupendur Skálholtsjarða, 1785–1798 (miðað er við keypt hdr.).
Jarðir Kaupverð
Hdr. Ál. Fj. Rd. Sk.
Hannes Finnson biskup Skálholti
og Valgerður Jónsdóttir 224 100 5 1448 68⅓
Halldór Finnsson prófastur Hítardal 187 7 1212 29
Bessi Sigurðsson bóndi Klausturhólum* 170 80 5 1045 18
Jón Jónsson sýslumaður Móeiðarhvoli
og Sigríður Þorsteinsdóttir 153 40 4 987 93⅓
Markús Magnússon stiftsprófastur Görðum 147 3 964 30
Eyvindur Jónsson bóndi og lögréttum. 145 3 872 81½
Skógtjörn
Ólafur Stefánsson amtmaður Viðey 139 40 9 902 98
Jón Finnsson prestur Hruna 131 40 6 888 51⅓
Einar Bjarnason** 125 1 1119 2
Gísli Thorarensen prófastur Odda 121 6 869 67⅔
Heimildir: Sjá töflu 2.
Aths.: *Bessi þessi var sonur sr. Sigurðar Ketilssonar á Svalbarði og var áður bryti
í Skálholti, sbr.: Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár frá landnámstímum til ársloka
1940 IV (Reykjavík, 1951), bls. 244 og ÞÍ. Lestrarsalur (ljósrit). „Ættartölubækur
Jóns Espólíns“, II, d. 1457.
**Ekki er vitað hvar þessi maður bjó. Hann keypti jörðina Járngerðarstaði, sem var
langstærsta og dýrasta jörð Skálholtsstóls, en hann virðist ekki hafa verið búsett-
ur þar þegar jörðin var keypt; sbr.: ÞÍ. Skjalasafn sýslumanna og sveitarstjórna,
Gullbringu- og Kjósarsýsla. XXIV, 1–2. Búnaðarskýrslur 1779–1802. Árið 1803 var
jörðin í eigu Valgerðar Jónsdóttur; sbr.: ÞÍ. Rtk. Jarðabækur V, 8, Gullbringusýsla.
Af hinum „tíu stóru“ reyndust þrír vera bræður, þ.e. Hannes, Hall-
dór og Jón Finnssynir, Jónssonar biskups í Skálholti.49 Virðast þeir
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N86
49 Fjórði bróðirinn, Steindór, sýslumaður á Oddgeirshólum í Árnessýslu, ætti
sennilega með réttu að tilheyra þessum flokki einnig, þótt þær fjórar jarðir
sem hann keypti á uppboðum undir eigin nafni dugi ekki til að fleyta honum
upp í hóp stórkaupendanna. Hann bauð að auki í jörðina Þorlákshöfn fyrir
Helga Sigurðsson, aðstoðarrektor í Skálholti, og fékk, en Magnúsi Stephensen
þóttu kaupin grunsamleg þar sem hann efaðist um að Helgi væri borgunar-
maður fyrir jörðinni (ÞÍ. Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephensens til stiftamt-
manns, 27. júlí 1785). Kom líka í ljós að Steindór var talinn eigandi jarðarinn-
ar í öllum heimildum eftir það (sjá t.d. ÞÍ. Skjalasafn landfógeta. C-61. Aðal-
bók landfógeta fyrir árið 1789). Helgi kann að hafa verið skrifaður fyrir kaup-
unum til að koma í veg fyrir að eign Steindórs færi yfir löglegt hámark keyptra
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 86