Saga - 2005, Side 87
bræður hafa verið ríkir af lausafé á þessum tíma, og kann það að stafa
af því að faðir þeirra lést árið 1789.50 Þetta má ráða af því að Halldór
keypti fimm af sjö Skálholtsjörðum sínum á einu ári (1790) og greiddi
þær allar út í hönd. Hannes bróðir hans var álíka stórtækur, en árið
1788 keypti hann þrjár jarðir sem hann greiddi einnig út í hönd. Bræð-
urnir eru ágætir fulltrúar fyrir stórkaupendur Skálholtsjarða. Þessir
kaupendur greiddu yfirleitt jarðir sínar upp sama ár og þeir keyptu
þær og voru því greinilega bæði vel aflögufærir um fé og viljugir til
að ávaxta það á þann tryggasta hátt sem þeim bauðst, þ.e. í jarðeign-
um. Þess má reyndar einnig geta að báðir tengdafeður Hannesar eru
á lista stórkaupendanna tíu, en Þórunn, fyrri kona hans (látin í febr-
úar 1789), var dóttir Ólafs Stefánssonar amtmanns og Valgerður, síð-
ari kona hans (þau giftust í september 1789), var dóttir Jóns Jónsson-
ar, sýslumanns á Móeiðarhvoli, og Sigríðar Þorsteinsdóttur.51 Þetta
þarf reyndar ekki að koma á óvart því að ættir íslenskra háembættis-
manna voru allar rækilega samtvinnaðar á 18. öld.52
Eigendur jarðanna 1801–1805
Í greiðsluprótókollum Skálholtsjarða er aðeins greint frá því hverj-
ir keyptu jarðirnar en þar kemur hvergi fram hverjir áttu þær eftir
að upphaflegum eigendum voru slegnar jarðirnar.53 Eins eru kvitt-
anir, sem gefnar voru út fyrir greiðslu vaxta eða afborgana af jörð-
unum, ávallt stílaðar á upphaflega kaupendur þeirra og breytti þar
engu þótt jarðirnar hefðu síðar skipt um eigendur.54 Svo heppilega
vill þó til að jarðabækur sem gerðar voru um allt land vegna nýs
jarðamats á árunum 1801–1805 tilgreina bæði ábúendur og eigend-
S A L A S K Á L H O LT S J A R Ð A 87
jarða, en um það verður ekkert fullyrt. Hér er því miðað við að Helgi hafi átt
jörðina í upphafi, enda eru engar óyggjandi heimildir um annað.
50 Sbr.: Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 II
(Reykjavík 1949), bls. 10–11.
51 Sjá: Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár II, bls. 310. Til gamans má geta þess
að þegar Hannes og Valgerður giftu sig árið 1789, var það sr. Gísli Thoraren-
sen, prófastur í Odda, tíundi stórkaupandinn á listanum, sem gaf þau saman;
sbr.: Jón Helgason, Hannes Finnsson, bls. 183.
52 Sbr.: Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls. 118–133 og víðar.
53 Sjá: ÞÍ. Stm. III-204. „Contra Bog“ og ÞÍ. Rtk. 22.1. Ýmisleg skjöl varðandi sölu
Skálholtsjarða.
54 Sjá: ÞÍ. Stm. III-205–206. Kvittanir fyrir greiðslum vegna sölu Skálholtsjarða
1788–1798.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 87