Saga - 2005, Side 88
ur allra jarða á Íslandi, og þar eru fyrrverandi Skálholtsjarðir vitan-
lega meðtaldar.55 Reyndar er nokkur galli á gjöf Njarðar að jarða-
bækurnar voru gerðar á fimm ára tímabili, og því gilda upplýsing-
ar þeirra ekki um einn ákveðinn tíma. Þetta kemur þó ekki svo
mjög að sök í þessu tilviki þar sem þær voru teknar nokkurn veg-
inn á sama tíma, eða á árunum 1803–1804, í þeim fjórum sýslum þar
sem flestar Skálholtsjarðirnar voru staðsettar (Rangárvalla-, Árnes-
og Gullbringusýslum árið 1803 og Borgarfjarðarsýslu 1804).
Tafla 5
Ábúð á fyrrverandi Skálholtsjörðum 1801–1805.
Sjálfsábúð Leiguábúð
Fjöldi % Fjöldi % Alls
Rangárvallasýsla 11 37,9 18 62,1 29
Árnessýsla 67¾ 32,7 139¼ 67,3 207
Gullbringusýsla 1 11,1 8 88,9 9
Kjósarsýsla 0 0,0 2 100,0 2
Borgarfjarðarsýsla 2 5,6 34 94,4 36
Mýrasýsla 1 100,0 0 0,0 1
Strandasýsla 0 0,0 1 100,0 1
Þingeyjarsýsla 0 0,0 1 100,0 1
82¾ 28,9 203¼ 71,1 286
Heimild: ÞÍ. Rtk. Jarðabækur V, 5, 7–11, 17 og 22.
Af töflu 5 má ráða að sjálfsábúð hafði heldur dregist saman á fyrrver-
andi Skálholtsjörðum um miðjan fyrsta áratug 19. aldar frá því sem
verið hafði fyrst eftir söluna (sbr. töflu 2). Samdrátturinn var jafnvel
enn meiri en kemur fram í töflunum því að eins og áður sagði má
ætla að sjálfsábúð hafi verið útbreiddari á Skálholtsjörðum á fyrstu
árunum eftir sölu þeirra en upplýsingar um kaupendurna gefa til
kynna. Niðurstaðan virðist því ótvírætt vera sú að tilraunir stjórn-
valda til að auka sjálfsábúð í landinu með sölu Skálholtsjarða tókust
ekki sem skyldi, af því að bæði lenti tiltölulega lítill hluti jarðanna í
höndum fyrrverandi leiguliða við söluna og svo misstu margir hinna
nýju sjálfseignarbænda jarðir sínar í hendur annarra fljótlega eftir
kaupin og féllu við það á ný niður í stétt leiguliða.
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N88
55 Sjá: ÞÍ. Rtk. Jarðabækur V, 1–22.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 88