Saga - 2005, Síða 92
Íslandi allnokkuð, því að rúmur fjórðungur fyrrverandi Skálholts-
jarða var setinn eigendum sínum við upphaf 19. aldar, en um leið
er óhætt að fullyrða að salan olli ein og sér engum straumhvörfum
í íslenskri landbúnaðarsögu.60 Að hluta til má skýra þetta með því
að íslenskir bændur virðast ekki hafa verið sérlega ginnkeyptir fyr-
ir hugmyndum um sjálfsábúð á tíma jarðasölunnar, enda er alls
ekki augljóst að þeir hafi hagnast verulega á því að kaupa ábýlis-
jarðir sínar. Þetta sést vel ef borin eru saman reiknuð afgjöld af jörð-
um, en með því er átt við samanlagða upphæð landskuldar, kú-
gildaleigna og kvaða, og vaxtagreiðslur af söluverði jarðanna eins
og þau voru reiknuð eftir skilmálum við sölu Skálholtsjarða (þ.e.
miðað við 4% vexti). Þar má taka Vatnsleysu í Biskupstungum sem
dæmi, en Einar Halldórsson keypti jörðina á uppboði sumarið 1788
á 6 rd. hvert hundrað, eða 344 rd. 72 sk. með þremur kúgildum. Ein-
ar greiddi ekkert upp í kaupverðið þegar hann festi sér jörðina,
enda var hann ábúandi hennar, og Magnús Stephensen reiknar því
vexti af öllu kaupverðinu í skýrslu sem hann sendir stiftamtmanni
í ágúst 1788.61 Reyndust þeir vera 13 rd. 75¾ sk., en Einar greiddi
reyndar jörðina að fullu strax í október 1788 og þurfti hann því
aldrei að inna vextina af hendi.62 Afgjöldin af sömu jörð voru aftur
á móti reiknuð til 12 rd. 26 sk. árið 1784,63 þannig að ef Einar hefði
tekið allt andvirði jarðarinnar að láni frá ríkinu hefðu vaxtagreiðsl-
urnar verið allmiklu hærri en það sem hann átti að greiða í afgjöld
til Skálholts fyrir söluna. Þessi munur varð enn meiri á dýrum jörð-
um, þ.e. þeim sem seldust fyrir hærri upphæð en lágmarksupp-
hæðina (6 rd. hvert hundrað). Jörðin Ferjunes í Stokkseyrarhreppi
var þannig seld á 437 rd. með eyðijörðinni Rekstokki, en þær fylgd-
ust alltaf að. Vextir af þeirri upphæð hefðu verið 17 rd. 46 sk. ef
upphæðin var öll tekin að láni með 4% vöxtum, á meðan afgjöldin
voru aðeins metin á 10 rd. 12 sk. á ári í reikningum Skálholtsstóls.
Af þessu má ráða að jarðir Skálholtsstóls voru alls ekki seldar ódýrt
ef mið er tekið af þeim afgjöldum sem þær áttu að gefa af sér þeg-
ar þær voru leigðar út, og jarðakaupin hafa því tæplega borgað sig
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N92
60 Um þróun sjálfsábúðar á 19. öld, sjá: Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland.
Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík 1997), bls.
264. — Björn Teitsson, Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu
1703–1930, bls. 151–153.
61 ÞÍ. Stm. III-204. Bréf Magnúsar Stephensens til stiftamtmanns, 25. ágúst 1788.
62 ÞÍ. Stm. III-204. „Contra Bog“, bls. 68.
63 ÞÍ. Stm. III-204. „Regning for Skalholts Bispestoels Oeconomie“.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 92