Saga - 2005, Side 94
kjafti og klóm, hvort sem þeir fólust í vistarbandi, banni við hús- og
lausamennsku, kvöðum á leiguliða eða föstum leigukúgildum.
Ólafur Stefánsson amtmaður skrifaði til að mynda grein um jafn-
vægi bjargræðisvega á Íslandi í Rit þess íslenska lærdómslistafélags
árið 1786 þar sem hann rökstuddi í löngu máli þá skoðun sína að
kvaðir á sjávarjörðum væru réttlátar og afnám leigukúgilda stefndu
hag leiguliðanna sjálfra í bráðan voða.66 Orðum hans var greinilega
beint gegn umbótaviðleitni stjórnarinnar sem birtist m.a. í áður-
nefndri reglugerð um uppboð Skálholtsjarða og einnig í fyrirspurn-
um frá stjórnardeildum í Kaupmannahöfn til íslenskra embættis-
manna á þessum árum um hvort ekki væri rétt að afnema föst
leigukúgildi á öllum leigujörðum.67 Á meðan íslenskur landbúnað-
ur var njörfaður niður með fornum reglum og bændur áttu nær
enga möguleika á að nýta sér frjálsan markað með landbúnaðarvör-
ur er vandséð að þeim hafi verið mikill akkur í að eiga ábýlisjarðir
sínar. Vissulega var réttur sjálfseignarbænda tryggari en leiguliða,
ekki síst þar sem íslenskir bændur leigðu jarðnæði yfirleitt aðeins til
eins árs í senn og fátítt var að gerðir væru skriflegir samningar um
leiguna,68 en á móti gaf leiguábúðin leiguliðum ákveðinn sveigjan-
leika sem sjálfseignarbændur höfðu ekki. Í hagkerfi þar sem helsta
keppikefli framleiðenda var að framfleyta fjölskyldum en ekki að
keppa á kapítalískum markaði gat verið hentugt að skipta um
ábýlisjarðir þegar stærð og samsetning fjölskyldunnar breyttist, og
þar með tekjuþörf bóndans.69 Það þarf því ekki að koma á óvart að
bændur sóttust ekkert endilega eftir að búa á eignarjörðum sínum
um aldmótin 1800, þótt þau viðhorf hafi breyst þegar tímar liðu
fram.
G U Ð M U N D U R H Á L F D A N A R S O N94
66 Ólafur Stefánsson, „Um Jafnvægi Biargrædis=veganna á Islandi“, Rit þess Islenzka
Lærdóms=Lista Félags VII (1786), bls. 151–179. Sjá einnig tvær greinargerðir um kú-
gildi sem Hannes Finnsson samdi einn (ÞÍ. Landsnefndin síðari, ad 104, 20. ágúst
1785) og með Ólafi Stefánssyni (ÞÍ. Landsnefndin síðari, ad 274, 20. febrúar 1788).
67 Sbr. bréf Kansellís til stiftamtmanns þar sem deilt var á þann sið að leigulið-
um væri gert að leigja kúgildi og endurnýja þau ef skepnan drapst. Í bréfinu
er gefið í skyn að yfirvöld væru að velta alvarlega fyrir sér hvernig „denne
Misbrug kunde afskaffes“; ÞÍ. Stm. III-17. Kansellíbréf til stiftamtmanns, 7.
maí 1785.
68 Sbr.: Guðmundur Jónsson, „Sambúð landsdrottna og leiguliða“, bls. 63–106.
69 Grímur Jónsson amtmaður bendir á þennan mun á „jarðræktarlandinu“ Dan-
mörku og „hirðingjalandinu“ Íslandi í umræðum um kjör leiguliða á Íslandi
á árunum upp úr 1830; sama rit, bls. 100.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 94