Saga - 2005, Page 99
S V E R R I R J A K O B S S O N
Frá þrælahaldi til landeigendavalds:
Íslenskt miðaldasamfélag, 1100–1400
Þrælahald tíðkaðist á Íslandi frá landnámi og fram á 12. öld. Fræðimenn
hafa iðulega gert lítið úr umfangi þess, en fá rök hníga að þeirri skoðun.
Um 1100 verða ýmis þáttaskil í íslensku samfélagi sem freistandi er að tengja
við endalok þrælahalds, hópur bænda fær nú tækifæri til að leggja gjöld á
aðra og leiguliðabúskapur færist í vöxt. Á 15. öld er sjálfsábúð á jörðum trú-
lega orðin afar sjaldgæf á Íslandi.
Í Sögu 2003 gerir Jón Viðar Sigurðsson að umtalsefni greinasafnið
Sæmdarmenn. Um heiður á þjóðveldisöld. Bendir hann á þætti sem
„mættu koma skýrar fram í umræðunni um heiður á þjóðveldisöld,
einnig í Sæmdarmönnum“. Niðurstaða Jóns Viðars er að „umræð-
an um heiður hafi verið nokkuð nærsýn og að gleymst hafi að taka
tillit til stéttaskiptingar og stjórnmálaþróunar á þjóðveldisöld“.1
Þar sem ég er einn af höfundum þessa greinasafns þá er mér óneit-
anlega málið skylt. Því langar mig að bæta úr skák og víkja
nokkrum orðum að samspili sæmdar og stéttaskiptingar í íslensku
miðaldasamfélagi.
Ljóst er að nokkrar breytingar urðu á stéttaskipan í íslenska
miðaldasamfélaginu. Tilgáta mín er sú að í aðalatriðum megi tala
um þrjú þróunarstig:
1. Fram á 12. öld er íslenskt samfélag í megindráttum þrælasam-
félag, en jöfnuður ríkir á milli bænda miðað við það sem síð-
ar varð.
2. Á 12. og 13. öld verður vart við öra þróun í átt að aukinni lag-
skiptingu bænda, jafnframt því sem þrælahald leggst niður.
Samskipti bænda breytast, þannig að endurdreifing kemur í
stað gagngjafar. Slíkt er yfirleitt haft til marks um aukinn
ójöfnuð, enda eru stéttir í mótun á þessum tíma.
3. Eftir að Ísland verður skattland Noregskonungs, á síðari
hluta 13. aldar og þó einkum á 14. öld, verður önnur breyting
Saga XLIII:2 (2005), bls. 99–129.
1 Jón Viðar Sigurðsson, „Sæmd, stéttir og steinkast á þjóðveldisöld“, Saga XLI:1
(2003), bls. 151–164 (einkum bls. 151, 164).
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 99