Saga - 2005, Qupperneq 102
Íslandi, en í Noregi virðist búskapur með þrælum hafa verið stund-
aður á býlum af öllum stærðum og gerðum.7 Þar að auki er ekki vit-
að hvenær Ísland varð „albyggt“, fullyrðing Íslendingabókar um
að það hafi gerst á einum mannsaldri er varla byggð á traustum
heimildum. Hugsanlegt er að byggð á Íslandi hafi vaxið jafnt og
þétt og mannfjöldi ekki náð hámarki fyrr en á 12. öld.
Um umfang þrælahalds er næsta lítið vitað. Bent hefur verið á
að í hinum þrænsku Frostaþingslögum sé gert ráð fyrir að á býli
með tólf kúm séu þrír þrælar.8 Það er ákveðin vísbending um mikil-
vægi þrælahalds í Noregi sem gæti hafa haft áhrif á íslenska bú-
skaparhætti. Í Íslendingasögum virðist yfirleitt gert ráð fyrir all-
nokkrum þrælum á hverju býli.9 Nokkur dæmi úr frásagnarheim-
ildum benda til þess að stundum hafi þrælarnir verið mun fleiri.
Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, átti að hafa flutt inn tíu þræla.10 Í Eyr-
byggja sögu er gert ráð fyrir að Þórólfur bægifótur hafi átt sex þræla
sem hann sendi til að brenna inni Úlfar á Úlfarsfelli. Í Ljósvetninga
sögu er hins vegar gert ráð fyrir að Ölvir bóndi á Reykjum hafi átt
átján þræla.11 Í Geirmundar þætti heljarskinns er gert ráð fyrir að
Geirmundur hafi látið þræla varðveita þrjú bú sín á Hornströndum
og undir tveimur þessara verkstjóra hafi tólf þrælar verið að störf-
um.12 Hér gæti verið um ýkjur að ræða og erfitt að fullyrða út frá
svo fáum dæmum. Þó eru þetta færri þrælar en norski höfðinginn
Erlingur Skjálgsson átti að hafa átt á sínu heimili, en þar voru þrjá-
tíu þrælar að sögn Heimskringlu. Samfélagsmynd Íslendingasagna
kann að vera óáreiðanleg en á því er þó enginn vafi að sagnaritarar
gerðu ráð fyrir umfangsmikilli þrælaeign Íslendinga á fyrri öldum.
Hvert var svo mikilvægi þrælanna í íslensku samfélagi? Ruth
S V E R R I R J A K O B S S O N102
7 Iversen, Trelldommen, bls. 145–146.
8 Jakob Benediktsson, „Landnám og upphaf allsherjarríkis“, Saga Íslands 1
(Reykjavík 1974), bls. 153–196 (bls. 188).
9 Ruth Mazo Karras, Slavery and Society in Medieval Scandinavia. Yale Historical
Publications 135 (New Haven og London 1988), bls. 80.
10 Íslendingabók, Landnámabók. Íslenzk fornrit 1, útg. Jakob Benediktsson (Reykja-
vík 1968), bls. 42–44.
11 Ljósvetninga saga, Reykdœla saga ok Víga-Skútu. Íslenzk fornrit 10, útg. Björn
Sigfússon (Reykjavík 1940), bls. 4.
12 Sturlunga saga I–II, útg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján
Eldjárn (Reykjavík 1946), I, bls. 8. Í Landnámu er Atli, þræll Geirmundar,
sagður hafa haft fjórtán þræla undir sér, sbr. Íslendingabók, Landnámabók, bls.
154.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:10 Page 102